Setur Viðreisn í vanda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 31. október 2022 09:00 Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður. Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins um helgina að innganga í Evrópusambandið yrði ekki sett fram sem forgangsmál af hálfu hans nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri rannsókn á kostum og göllum hennar. Innganga væri alls engin töfralausn. Þess í stað yrði lögð áherzla á þau mál sem sameinaði vinstrimenn í stað þess sem sundraði þeim. Hins vegar má segja að þessi breytta nálgun Samfylkingarinnar feli í sér tilraun til ákveðinnar endurræsingar. Með stofnun flokksins í lok síðustu aldar var hugmyndin að sameina vinstrimenn í einum flokki. Samfylking vinstrimanna er aldargamalt hugtak í þeim efnum. Lögð var einmitt áhersla á það sem sameinaði fólk á vinstrivængnum en umdeild mál, eins og innganga í Evrópusambandið, voru lögð til hliðar. Pólitíski ómöguleikinn er víða Forveri Kristrúnar, Logi Már Einarsson, gaf í raun tóninn í kjölfar þingkosninganna haustið 2017 þegar hann lýsti því yfir fáeinum dögum eftir kjördag að Samfylkingin myndi ekki setja skref í átt að inngöngu í sambandið að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Skömmu síðar gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, slíkt hið sama. Væntanlega hafa þau gert sér grein fyrir pólitíska ómöguleikanum í þeim efnum. Klofin ríkisstjórn í afstöðu sinni til inngöngu í Evrópusambandið, og hvað þá ríkisstjórn alfarið andvíg inngöngu eins og núverandi stjórn, getur ekki beinlínis talizt ávísun á árangur í þeim efnum. Það reyndist ekki sérlega vel fyrir umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 enda stjórnarflokkarnir ekki samstíga í málinu. Meira að segja fulltrúar sambandsins sjálfs lýstu áhyggjum í þeim efnum. Vinstristjórnin þurfti þannig atkvæði frá stjórnarandstöðunni til þess að samþykkja þingsályktunartillögu um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið naumlega. Endalausar deilur geisuðu í kjölfarið um málið og leiddu meðal annars til þess að ráðherrar gerðu ítrekað fyrirvara við lokun einstakra kafla umsóknarferlisins, nokkrir þingmenn yfirgáfu þingflokk VG og að lokum til þess að umsóknin endaði uppi á skeri. Hefur ekki skilað sér í auknu fylgi Með útspili sínu setur Samfylkingarinnar Viðreisn í verulegan vanda. Viðreisn er nú eini stjórnmálaflokkurinn sem leggur áherslu á inngöngu í Evrópusambandið. Hins vegar hefur áhersla á inngöngu í sambandið ekki haft tilhneigingu til þess að skila flokkum fylgisaukningu. Nú síðast lagði Viðreisn aukna áherslu á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu en það hefur ekki skilað flokknum auknu fylgi. Minni líkur verða nú á því en áður að mynduð verði ríkisstjórn sem setji inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá. Á sama tíma og útspil Samfylkingarinnar mun að öllum líkindum auðvelda flokknum að mynda ríkisstjórn með í raun öllum öðrum flokkum en Viðreisn mun Viðreisn ljóslega útiloka sig frá stjórnarsamstarfi ef sá flokkur setur það sem skilyrði í þeim efnum að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið. Viðreisn situr þannig uppi með áherzlu á stefnumál sem hefur ekki skilað auknu fylgi. Ákall eftir þjóðaratkvæði, um það að setja málið á dagskrá, er ljóslega fyrst og fremst tilraun til þess að komast framhjá fylgisleysi þess í þingkosningum en flokkarnir tveir fengu minna fylgi í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Kristrún hefur áður réttilega vakið máls á því að ekki sé þingmeirihluti fyrir málinu á Alþingi. Stefna Samfylkingarinnar óbreytt Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni á Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi fyrir henni. Samfylkingin var hins vegar aldrei stofnuð í kringum þann málstað. Hins vegar er full ástæða til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta nálgun Samfylkingarinnar. Stefna flokksins er eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar er markmiðið, með því leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst“ eins og hún orðaði það. Fyrir vikið er óvíst að breytt nálgun Samfylkingarinnar dugi til þess að sannfæra kjósendur á vinstrivængnum, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið líkt og gerðist í tilfelli VG eftir þingkosningarnar 2009. Á meðan stefnan er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að treysta á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun