Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 23:00 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira