Velti vöngum yfir því af hverju stjórnarflokkarnir væru í ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Ríkisbáknið vex og vex og ekki bara regluverkið heldur líka umfang ríkissjóðs. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðu sinni á flokksráðsfundi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan. Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Sigmundur sagði ríkið aldrei hafa verið eins umsvifamikið. Í ræðu sinni fór Sigmundur hörðum orðum um stjórnarflokkana og ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni og spurði hann meðal annars hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri í ríkisstjórninni. Hvort það væri til að minnka báknið, minnka ríkisútgjöld eða auka frelsi? Erfitt væri að finna ástæðu. Sigmundur velti hinu sama upp um Framsókn. Hvort hann væri í ríkisstjórn vegna byggðamála, samgangna eða jafnvel landbúnaðar og sagðist hann telja að skynsemishyggjan væri horfin úr Framsóknarflokknum. Flokkurinn væri hefði orðið að „101 flokki“ fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Til hvers eru þessari flokkar í ríkisstjórn ? Til þess að hafa ráðherrastóla og til að útdeila gæðum til réttra aðila ekki til að stjórna landinu og innleiða pólitík eða stefnu. Það er það sem vantar, en þar stígum við inn í. Við erum flokkur sem byggir á pólitík, lausnum til að hafa stefnu, ekki yfirborðsmennsku stjórnmálanna eins og hún birtist núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur fór um víðan völl í ræðu sinni, samkvæmt samantekt sem send var á fjölmiðla. Um samgöngumál sagði hann mikla óvissu hafa ríkt ár eftir ár. Sagðist hann hafa hætt að telja þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fyrrverandi félagi Sigmundar í Framsóknarflokknum, hefði skipt um skoðun um veggjöld í sjötta sinn. Hann sagði einnig að nánast ekkert hefði gerst í byggðamálum í tíð núverandi ríkisstjórnar og í raun hefði verið afturför í þeim málaflokki. Svipaða sögu væri að segja af heilbrigðiskerfinu og því neyðarástandi sem hefði ríkt á Landspítalanum síðustu ár. Í ræðunni sagði Sigmundur að það væri ekki nóg fyrir Miðflokkinn að vera með bestu stefnuna. Það þyrfti að koma henni og lausnum flokksins á framfæri. „Það líður senn að örlagastund og Miðflokkurinn verður tilbúinn,“ sagði Sigmundur. Áhugasamir geta horft á ræðu Sigmundar í spilaranum hér að neðan.
Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira