Er grunnskólakerfið að þrotum komið ef ekki verður gripið til aðgerða? Ástþór Ólafsson skrifar 29. október 2022 12:01 Núna eru grunnskólarnir komnir vel af stað og bæði nemendur og kennarar að finna sitt flæði eftir sumarfríið. Kennarar eru mættir til starfa og eru með margt ofarlega í huga – hvernig verður þessi vetur? Þarna má hugsa til lestur hjá nemendum eða almennt nám, hvernig nemendum líður og hvernig þeirra viðbrögð munu vera í hinum og þessum aðstæðum? Hvaða leiðir á að styðja sig við til að tengja bekkin saman og hvaða leiðir á nota til að mæta nemendum í sínu námi? Þetta eru allt verðugar spurningar og svörin misjöfn. En eitt er víst að grunnskólakennarinn veit nákvæmlega hvernig á að mæta nemendum námslega séð og hvaða kennslufræðilega nálgun hentar og ekki. Enda fær hann mikla aðstoð frá öðrum úrræðum sem aðstoða nemendur við að efla sig í lestri, lesskilningi o.s.frv. En annað eru sálfræðilegu og félagslegu málin, þar kemur kennarinn oft að tómum kofa og veit lítið um hvernig eigi að nálgast þau efni. En hann hefur sjálfsagt lært ýmislegt í gegnum tíðina óspurður í fréttum. Það er nefnilega málið að kennarinn í dag í grunnskóla er kominn inn á svið sem nær til einum of marga fagaðilia eins og sálfræðinga og geðlækna. Vegna þess að mikið af því sem kennarinn er að gera ætti að tilheyra undir verkferli sálfræðinga og geðlækna. Kennarinn er að eiga við eftirfylgni greininga og geðlyfja eitthvað sem lærist ekki í kennaranáminu en samt þarf kennarinn að setja sig inn í þessi máli eins og það hafi gleymst að læra þetta í náminu. Var þetta í kennaranáminu? spyrja sig margir í öngþveitinu. Þannig ég sem grunnskólakennari er búinn að sjá hversu mikið verksvið sálfræðinga og geðlækna er komið inn á borð til kennarans og í sífellt verið að bæta við. Ég er útskrifaður kennari með í grunninn meistaragráðu í þroskasálfræði og er þar af leiðandi búinn að fá smjörþefinn af þessu tvennu bæði í námi og starfi: greiningar og geðlyf. Mig langar í þessu samhengi að skoða þetta tvennt í nærtækari ljósi fræðanna og hvað er verið að segja þar. Ég sem kennari spyr mig statt og stöðugt hvað er eiginlega að eiga sér stað? Nenna þessir sálfræðingar og geðlæknar ekki að vinna vinnuna sína? Það er greint og gefið geðlyf eins og það sé verið að keppast við um hver gefur fleiri greiningar og geðlyf. Er ekki hægt að nota önnur úrræði? Eins og samtalsmeðferð, sálgreiningu, mannúðlega sálfræði, tilvistar sálfræði o.s.frv. Vegna þess að kennarinn er sennilega að beita meiri af sálfræðilegum meðferðum en sálfræðingar og geðlæknar í skólakerfinu í dag. En til að skilja þetta betur þá rakst ég á bókina „Cracked: Why Psychiatry is Doing More Harm Than Good“ (Davies, 2013). Þessi bók gefur mann betri skilning á þessu og svarar ákveðnum spurningum um hvað sé eiginlega að gerast í okkar samfélagi og í grunnskólakerfinu. Ég vil taka það fram að ég veit að þetta er viðkvæmt umræðuefni og ég þekki marga nemendur/fullorðið fólk sem eru með greiningar og nota geðlyf. Greiningar og geðlyf hafa gagnast mörgum við að takast á við áskoranirnar í lífinu. En síðan kemur sú spurning hefur þetta ekki orðið ofviða eins og þetta eigi að leysa öll heimsins vandamál? Síðan er annað það virðist vera lítil eftirfylgni með þessu í grunnskólakerfinu eins og foreldrar og kennarar eigi að finna leiðir til að mæta þessu tvennu: greiningar og geðlyf. Það virðist vera afskaplega vinsælt að láta kennarann fá tillögur um hvernig eigi að vinna með nemendum í staðinn fyrir að sálfræðingur eða geðlæknir sinni þeirri vinnu. Þar af leiðandi er ekki hægt að skauta framhjá þessu þegar spurningunni um stöðu mála í grunnskólakerfinu er í brennidepli. DSM kerfið og geðlyf Bæði greiningar og geðlyf hafa verið að aukast töluvert í gegnum síðastliðnu áratugi. En DSM (e. diagnostic statistical manual of disorder) er greiningarkerfi sem heldur utan um allar greiningar eins og þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, geðhvarfasýki, ADHD o.s.frv. Þetta kerfi er notað til að skoða hvort að einkenni hjá fólki passi við þau einkenni sem greiningarkerfið hefur staðfest sem einkenni tiltekinnar greiningar. Þunglyndiseinkennin s.d. eru engin matarlyst, erfitt að tengjast, engin löngun í verkefni, áhugaleysi í lífinu o.s.frv. Þannig þegar þetta fennt ásamt öðru er ásjónar þá er farið að skoða hvort að viðkomandi aðili sé ekki með greiningu fyrir þunglyndi. Þar næst er lagt fyrir viðkomandi þunglyndispróf til að meta þetta almennilega. Þegar viðkomandi aðili hefur fengið þunglyndisgreiningu er hægt að huga að hverskonar geðlyf er viðeigandi að veita viðkomandi. Þetta hefur átt sér stað síðan árið 1950 sem er sá tími þegar geðlæknar byrjuðu vegferðina að DSM greiningarkerfinu. Í upphafi voru 65-+ greiningar en í dag eru 165 greiningar þannig gríðarleg aukning á greiningum. Um svipaðan tíma fara geðlyf (e. psychoticactive drugs) í umferð sem áttu að vera síðasta úrræðið ef ekkert annað myndi virka. Það var sannfært um að geðlyfin væru einhverskonar betrun og myndu aðstoða fólk við að takast á við raunir lífsins. Þannig á sjötta áratug tuttugustu aldar voru greiningar og geðlyf komin í samstarf og í byrjun voru einungis örfá geðlyf en þeim fór að fjölga töluvert þegar rann á sjöunda áratuginn. Davies kemur inn á margar áhugaverðar spurninga eins og hvað lítið af rannsóknum liggja að baki þessara greininga og geðlyfja. Enda segir sagan að geðlæknar hittust og notuð sitt huglæga mat til að búa til greiningarkerfið. Ofan í lagi þá eru engar rannsóknir sem sýna að geðlyf virki með þessum greiningum enda hefur komið í ljós að sykurpilla (e. placebo) er að hafa jafn mikil áhrif og geðlyfin sjálf. Þannig að geðlyfin eru ekki að draga eins mikið úr einkennum fyrst þau gefa svipaða útkomu og sykurpillan. Það kemur einnig fram að fólk þarf að trúa því að geðlyfin og greiningarnar virki þannig geðlæknavísindinn eru að ýja að því að þau séu einhver trúarbrögð. Að geðlæknar séu guð, jesú og múhameð o.s.frv. Það hefur einnig komið fram að það sé búið að hagræða niðurstöðum rannsókna til að sýna eingöngu jákvæðar niðurstöður og þær neikvæðu settar ofan í skúffu. Þarna spyr maður af hverju og hvers vegna er þetta lenskan? Eru geðlyfin og greiningar nýjasta biblían? Virkni greininga og geðlyfja eins og okkur er ekki sagt? Í þessari bók fer Davies yfir sögu geðlæknavísindin og hvernig greiningar og geðlyf urðu að máttarstólpi í andlegum málefnum sem eftir allt voru eingöngu tálsýn þegar til lengra var litið. En upphaflega átti bæði greiningar og geðlyf eingöngu við ef manneskjan væri að glíma við þung andleg málefni eins og geðklofa eftir að allt annað hafi verið reynt en það átti eftir að breytast. Þarna skoðar hann hvernig greiningar og geðlyf urðu að billjóna hagnaði á meðan fólkið sem á að njóta góðs af finnur aldrei fyrir betrun heldur breytingum. Að greiningar og geðlyf séu eingöngu að breyta fólki ekki að aðstoða þau við að ná sínu fyrra formi í lífinu eða komast í betra form í lífinu. Breytingar eins og persónuleikinn verður kaldrifjaður, fjarlægður og tilgangur lífsins verður að LIFA AF ekki AÐ LIFA. Þessu tengt er notuð kenning um líf- og efnafræði að heilinn og boðefni eins og dópamín og serótónín ná jafnvægi ef viðkomandi notar geðlyf til þess að draga úr einkennum þunglyndis o.s.frv. Út frá þessu hafa komið fram dópamínkenningin og serótónín kenningin. En rannsóknir hafa sýnt að geðlyf og þunglyndi t.a.m er ekki að parast þannig að dópamín eða serótónin sé að ná jafnvægi. Heldur er verið að draga úr þessu þannig að virkni heilans þarfnast þessara efna meira til að geta unnið betur úr upplýsingunum í lífinu. Þannig þessar kenningar hafa verið notaðar til að sannfæra fólk um að dópamín og serótónín hjá fólki með þunglyndi er í ójafnvægi og þess vegna þurfa þau á geðlyfjunum að halda. Með þessu hafa greiningar og geðlyf margfaldast í engu samræmi við rannsóknir þannig að vísindin á bakvið eru huglæg gögn enda búið að fitla verulega við tölfræðilegu gögnin til að ná fram jákvæðum niðurstöðum. Til að skoða þetta betur þá var þunglyndislyfið Seroxat sett á markað árið 2001 sem var miðað við fólk með einkenni við þunglyndi og voru 1.8 milljón manns sem fengu lyfið. Árið 2005 voru 350 milljón manns sem fengu lyfið. Þarna spyr Davies sig af hverju? Af hverju þessi mikla aukning? Það getur ekki verið að á fjórum árum sé 322 milljón manns að greinast með þunglyndi? En svarið við þessu er að eftir margar neikvæðar niðustöður sem sýndu að geðlyfið var ekki að draga úr þunglyndiseinkennunum var tekin ákvörðun að nota hluta af rannsókninni sem sýndi jákvæðar niðurstöður og fjölda framleiða þá niðurstöðu til að sýna að margar rannsóknir gáfu jákvæðar niðurstöður. En í raun og veru var verið að nota sömu rannsóknina sem gaf neikvæðar niðurstöður aftur og aftur. Í kjölfarið á þessu var hægt að byrja að markassetja og þarna var líka tekin ákvörðun að auglýsa að einkenni þunglyndis væri eitthvað sem allir geta upplifað og fundið fyrir. Þannig markhópurinn stækkaði töluvert en á sama tíma voru engar rannsóknir sem lágu á bakvið að þetta lyf væri að draga úr þunglyndiseinkennum enda sýndu aðrar niðurstöður að sykurpillan væri að hafa jafn mikil áhrif og þunglyndislyfið sjálft. Af hverju þetta samband á milli greininga og geðlyfja? Þarna þarf að fara aftur í söguna til að fá útskýringar. En eins og hefur komið fram þá byrjuðu geðlæknar að búa til DSM greiningarkerfið árið 1950. Megin ástæðan var að geðlæknum langaði að fjarlægjast sálgreiningu enda væri það einum of tímafrekt og kostnaðarsamt. Þannig það var tekin ákvörðun að í staðinn fyrir að geðlæknar, sálfræðingar o.fl myndu nota djúp sálfræði sem snýr að innsæi, innri áhugahvöt, sköpunarkrafti, tilfinningum, reynslu af áföllum þá væri meira við hæfi að nota staðlaða útgáfu til að mæla og meta andlegu málefnin. Það sem vekur athygli fljótlega er að greiningar aukast rosalega hratt á meðan engar rannsóknir liggja að baki. Líka að greiningarkerfið dregur fram að ef viðkomandi finnur fyrir fjórum einkennum þá sé hann með forsendur fyrir þunglyndi en hvað með sex eða átta einkenni eða 11 eða 12 o.s.frv.? Enda var greiningarkerfið geðþóttaákvörðun geðlækna sem notuðu huglægt mat til að mæla og meta. En til að fjarlægjast enn betur frá sálgreiningu þá var ákveðið að hefja samstarf við lyfjafyrirtækin sem framleiddu geðlyfin. Sálgreinendur voru alfarið á móti geðlyfjum og töldu þau vera seinasta úrræðið sem ætti að nota. En þarna fljótlega verða geðlyf fyrsta úrræðið sem á að nota áður en annað er prófað. Þarna telja margir að manneskjulegi þátturinn sem sálgreinendur unnu út frá væri horfinn og núna tæki við vélræn hugsun sem stafaði af stöðluðu mati. Þannig núna í dag erum við að súpa seyðið af þessum geðþóttaákvörðunum geðlækna sem styðja sig við engin vísindi samkvæmt gagnasöfnun Davies. Af hverju hefur þunglyndi og aðrar geðrænar raskanir verið að aukast svona mikið? Kannski vegna þess að það liggja engin vísindi á bak við og þá er hægt að margfalda greiningarnar og einkennin sem snúa að? Af hverju þessi aukning á geðlyfjum? Vegna þess að geðlyfin eru markaðssetning sem snýst um að selja eins mikið og hægt er til að halda við framleiðsluna. Framboð og eftirspurn. En það sem vekur athygli er að geðlæknar sem Davies talar við sem eru stofnendur DSM kerfisins segja að þetta hafi verið mestu mistök að innleiða þessar greiningar svona mikið og að fara í samstarf við geðlyfin. Það hefði verið hægt að stoppa þetta mun fyrr en gróðinn varð mönnum ofviða. Þeir tala líka um að sjálsmyndunarbaráttan hafi haft yfirhöndina að þeir hafi haft sitt eigi egó í forgangi vegna þess að þeir vildu ekki líkjast sálgreinendum, sálfræðingum o.fl. Að þetta hafi verið einhverskonar egó barátta um völd og sjálfstæði. Enda var geðlæknavísindin á barmi gjaldþrots þegar þessar ákvarðanir voru teknar með að fjölga greiningum í samstarfi við geðlyfin. Með þessu fann geðlæknavísindin sín einkenni og sjálfsmyndina sömuleiðis. Hvernig virkar þetta í grunnskólum? Það liggur beinast við að velta fyrir sér stöðunni í grunnskólum landsins og áhrifin sem greiningar og geðlyf hafa haft í alþjóðlegu samhengi. Vegna þess að miðað við fræðin þá virðist þetta vera markaðssetning þannig gæti það verið ástæðan af hverju sálfræðingar og geðlæknar halda sér frá vinnunni eftir að greiningar og geðlyf hafa komið inn? Þeir vita að þetta eru vísindi sem eru hvorki áreiðanleg né réttmæt en gróðinn þess virði? Þannig hræddir við að stoppa þetta lyfjatannhjól þar sem hagsmunir eru einum of miklir? Þetta eru margar vangaveltur en síðan er hægt að renna með það og draga þá ályktun samkvæmt þessum gögnum Davies að lestraráhugi drengja sé í sterku sambandi við greiningar og geðlyf? Að þetta tvennt sé búið að flækja stöðun þannig alveg sama hvaða aðferð sé notuð til að auka lestur hjá drengjum þá erum við ávallt að berjast við hungruðu draugana sem greiningar og geðlyf eru? Þurfum við ekki fyrst að fara taka þessar breytur inn í myndina til að geta aukið lestur hjá drengjum? Sömuleiðis mætti segja með kvíða hjá stúlkum? Í þessu samhengi er ekki hægt að horfa fram hjá því að greiningar og geðlyf eru markaðssetning en ekki sem samfélagslegt betrunartæki en vissulega eru sumir sem hagnast á þessu tvennu. En svarið hlýtur að liggja þarna einhversstaðar enda hafa skólar gert allt í sínu valdi til að auka lestur hjá drengjum og beita allskonar aðferðum til að undirbúa þá fyrir lesferilinn og lesskilningsprófin. Þannig kennarar og aðrir sem snúa að nemendunum hafa lagt fram allt í sínu til að efla lestraráhuga og færni nemandanna (Guðrún Edda Bentsdóttir, 2007; Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, Freyja Birgisdóttir, og Steinunn Gestsdóttir, 2018; Rannveig Oddsdóttir, 2018). En á sama tíma þurfum við ekki að fara hæga á þessum faraldri sem greiningar og geðlyf eru? Samkvæmt Davies þá verður það erfitt til viðureignar enda fjármagnið sem hefur verið sett í þessa gróðurs maskínu, stjörnu fræðilegar upphæðir. Við erum að tala um iðnað sem telur á billjónum þannig af hverju ekki að komast í silljón o.s.frv.? Þannig því meiri greiningar því meiri geðlyf og öfugt. Davies spyr líka þeirra spurninga - hvort verið sé að sljóvga mannkynið hægt og rólega þannig að hæfni í lífinu verður ávallt minni og minni? Hann veltir sömuleiðis fyrir sér þetta með hvernig geðlyfin slái á heilastarfsemina sem dregur verulega úr orkunni til að vilja ná árangri í lífinu? Líka þetta tvennt greiningar og geðlyf myndi virka afskaplega vel ef sálfræðingar og geðlæknar myndu vinna sína vinnu í eftirfylgni og ekki setja ábyrgðina á kennarana og foreldrana. Þetta eru margar spurningar sem fela í sér flókin svör en staðreyndin er sú að við kennarar o.fl. stöndum andspænis vangaveltum um kennslufræðilegar nálganir en líka flókið kerfi sem vinnur gegn þessu. Á meðan hin upprunalega orsök og afleiðing sekkur dýpra og dýpra í fenið og áður en við vitum verður óafturkvæmt að ráðast á áhrifin, greiningar og geðlyf? Þannig er grunnskólakerfið að þrotum komið ef ekki verður gripið til aðgerða? Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Davies, J. (2013). Cracked: Why Psychiatry is Doing More Harm Than Good. London: Incon Books Ltd. Guðrún Edda Bentsdóttir. (2007). Góður lestur er vandlærð list: Rannsókn á farsælum kennurum í lestri í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Meistararitgerð (Óutgefin). Reykjavík: Háskóli Íslands. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir., Freyja Birgisdóttir., og Steinunn Gestsdóttir. (2018). Tengsl lestraráhugahvatar og lesskilning nemenda á miðstigi grunnskóla. Tímarit um uppeldi og menntun, 27(2), bls. 175-199. Rannveig Oddsdóttir. (2018). Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings. Sótt á skólaþræðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Núna eru grunnskólarnir komnir vel af stað og bæði nemendur og kennarar að finna sitt flæði eftir sumarfríið. Kennarar eru mættir til starfa og eru með margt ofarlega í huga – hvernig verður þessi vetur? Þarna má hugsa til lestur hjá nemendum eða almennt nám, hvernig nemendum líður og hvernig þeirra viðbrögð munu vera í hinum og þessum aðstæðum? Hvaða leiðir á að styðja sig við til að tengja bekkin saman og hvaða leiðir á nota til að mæta nemendum í sínu námi? Þetta eru allt verðugar spurningar og svörin misjöfn. En eitt er víst að grunnskólakennarinn veit nákvæmlega hvernig á að mæta nemendum námslega séð og hvaða kennslufræðilega nálgun hentar og ekki. Enda fær hann mikla aðstoð frá öðrum úrræðum sem aðstoða nemendur við að efla sig í lestri, lesskilningi o.s.frv. En annað eru sálfræðilegu og félagslegu málin, þar kemur kennarinn oft að tómum kofa og veit lítið um hvernig eigi að nálgast þau efni. En hann hefur sjálfsagt lært ýmislegt í gegnum tíðina óspurður í fréttum. Það er nefnilega málið að kennarinn í dag í grunnskóla er kominn inn á svið sem nær til einum of marga fagaðilia eins og sálfræðinga og geðlækna. Vegna þess að mikið af því sem kennarinn er að gera ætti að tilheyra undir verkferli sálfræðinga og geðlækna. Kennarinn er að eiga við eftirfylgni greininga og geðlyfja eitthvað sem lærist ekki í kennaranáminu en samt þarf kennarinn að setja sig inn í þessi máli eins og það hafi gleymst að læra þetta í náminu. Var þetta í kennaranáminu? spyrja sig margir í öngþveitinu. Þannig ég sem grunnskólakennari er búinn að sjá hversu mikið verksvið sálfræðinga og geðlækna er komið inn á borð til kennarans og í sífellt verið að bæta við. Ég er útskrifaður kennari með í grunninn meistaragráðu í þroskasálfræði og er þar af leiðandi búinn að fá smjörþefinn af þessu tvennu bæði í námi og starfi: greiningar og geðlyf. Mig langar í þessu samhengi að skoða þetta tvennt í nærtækari ljósi fræðanna og hvað er verið að segja þar. Ég sem kennari spyr mig statt og stöðugt hvað er eiginlega að eiga sér stað? Nenna þessir sálfræðingar og geðlæknar ekki að vinna vinnuna sína? Það er greint og gefið geðlyf eins og það sé verið að keppast við um hver gefur fleiri greiningar og geðlyf. Er ekki hægt að nota önnur úrræði? Eins og samtalsmeðferð, sálgreiningu, mannúðlega sálfræði, tilvistar sálfræði o.s.frv. Vegna þess að kennarinn er sennilega að beita meiri af sálfræðilegum meðferðum en sálfræðingar og geðlæknar í skólakerfinu í dag. En til að skilja þetta betur þá rakst ég á bókina „Cracked: Why Psychiatry is Doing More Harm Than Good“ (Davies, 2013). Þessi bók gefur mann betri skilning á þessu og svarar ákveðnum spurningum um hvað sé eiginlega að gerast í okkar samfélagi og í grunnskólakerfinu. Ég vil taka það fram að ég veit að þetta er viðkvæmt umræðuefni og ég þekki marga nemendur/fullorðið fólk sem eru með greiningar og nota geðlyf. Greiningar og geðlyf hafa gagnast mörgum við að takast á við áskoranirnar í lífinu. En síðan kemur sú spurning hefur þetta ekki orðið ofviða eins og þetta eigi að leysa öll heimsins vandamál? Síðan er annað það virðist vera lítil eftirfylgni með þessu í grunnskólakerfinu eins og foreldrar og kennarar eigi að finna leiðir til að mæta þessu tvennu: greiningar og geðlyf. Það virðist vera afskaplega vinsælt að láta kennarann fá tillögur um hvernig eigi að vinna með nemendum í staðinn fyrir að sálfræðingur eða geðlæknir sinni þeirri vinnu. Þar af leiðandi er ekki hægt að skauta framhjá þessu þegar spurningunni um stöðu mála í grunnskólakerfinu er í brennidepli. DSM kerfið og geðlyf Bæði greiningar og geðlyf hafa verið að aukast töluvert í gegnum síðastliðnu áratugi. En DSM (e. diagnostic statistical manual of disorder) er greiningarkerfi sem heldur utan um allar greiningar eins og þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, geðhvarfasýki, ADHD o.s.frv. Þetta kerfi er notað til að skoða hvort að einkenni hjá fólki passi við þau einkenni sem greiningarkerfið hefur staðfest sem einkenni tiltekinnar greiningar. Þunglyndiseinkennin s.d. eru engin matarlyst, erfitt að tengjast, engin löngun í verkefni, áhugaleysi í lífinu o.s.frv. Þannig þegar þetta fennt ásamt öðru er ásjónar þá er farið að skoða hvort að viðkomandi aðili sé ekki með greiningu fyrir þunglyndi. Þar næst er lagt fyrir viðkomandi þunglyndispróf til að meta þetta almennilega. Þegar viðkomandi aðili hefur fengið þunglyndisgreiningu er hægt að huga að hverskonar geðlyf er viðeigandi að veita viðkomandi. Þetta hefur átt sér stað síðan árið 1950 sem er sá tími þegar geðlæknar byrjuðu vegferðina að DSM greiningarkerfinu. Í upphafi voru 65-+ greiningar en í dag eru 165 greiningar þannig gríðarleg aukning á greiningum. Um svipaðan tíma fara geðlyf (e. psychoticactive drugs) í umferð sem áttu að vera síðasta úrræðið ef ekkert annað myndi virka. Það var sannfært um að geðlyfin væru einhverskonar betrun og myndu aðstoða fólk við að takast á við raunir lífsins. Þannig á sjötta áratug tuttugustu aldar voru greiningar og geðlyf komin í samstarf og í byrjun voru einungis örfá geðlyf en þeim fór að fjölga töluvert þegar rann á sjöunda áratuginn. Davies kemur inn á margar áhugaverðar spurninga eins og hvað lítið af rannsóknum liggja að baki þessara greininga og geðlyfja. Enda segir sagan að geðlæknar hittust og notuð sitt huglæga mat til að búa til greiningarkerfið. Ofan í lagi þá eru engar rannsóknir sem sýna að geðlyf virki með þessum greiningum enda hefur komið í ljós að sykurpilla (e. placebo) er að hafa jafn mikil áhrif og geðlyfin sjálf. Þannig að geðlyfin eru ekki að draga eins mikið úr einkennum fyrst þau gefa svipaða útkomu og sykurpillan. Það kemur einnig fram að fólk þarf að trúa því að geðlyfin og greiningarnar virki þannig geðlæknavísindinn eru að ýja að því að þau séu einhver trúarbrögð. Að geðlæknar séu guð, jesú og múhameð o.s.frv. Það hefur einnig komið fram að það sé búið að hagræða niðurstöðum rannsókna til að sýna eingöngu jákvæðar niðurstöður og þær neikvæðu settar ofan í skúffu. Þarna spyr maður af hverju og hvers vegna er þetta lenskan? Eru geðlyfin og greiningar nýjasta biblían? Virkni greininga og geðlyfja eins og okkur er ekki sagt? Í þessari bók fer Davies yfir sögu geðlæknavísindin og hvernig greiningar og geðlyf urðu að máttarstólpi í andlegum málefnum sem eftir allt voru eingöngu tálsýn þegar til lengra var litið. En upphaflega átti bæði greiningar og geðlyf eingöngu við ef manneskjan væri að glíma við þung andleg málefni eins og geðklofa eftir að allt annað hafi verið reynt en það átti eftir að breytast. Þarna skoðar hann hvernig greiningar og geðlyf urðu að billjóna hagnaði á meðan fólkið sem á að njóta góðs af finnur aldrei fyrir betrun heldur breytingum. Að greiningar og geðlyf séu eingöngu að breyta fólki ekki að aðstoða þau við að ná sínu fyrra formi í lífinu eða komast í betra form í lífinu. Breytingar eins og persónuleikinn verður kaldrifjaður, fjarlægður og tilgangur lífsins verður að LIFA AF ekki AÐ LIFA. Þessu tengt er notuð kenning um líf- og efnafræði að heilinn og boðefni eins og dópamín og serótónín ná jafnvægi ef viðkomandi notar geðlyf til þess að draga úr einkennum þunglyndis o.s.frv. Út frá þessu hafa komið fram dópamínkenningin og serótónín kenningin. En rannsóknir hafa sýnt að geðlyf og þunglyndi t.a.m er ekki að parast þannig að dópamín eða serótónin sé að ná jafnvægi. Heldur er verið að draga úr þessu þannig að virkni heilans þarfnast þessara efna meira til að geta unnið betur úr upplýsingunum í lífinu. Þannig þessar kenningar hafa verið notaðar til að sannfæra fólk um að dópamín og serótónín hjá fólki með þunglyndi er í ójafnvægi og þess vegna þurfa þau á geðlyfjunum að halda. Með þessu hafa greiningar og geðlyf margfaldast í engu samræmi við rannsóknir þannig að vísindin á bakvið eru huglæg gögn enda búið að fitla verulega við tölfræðilegu gögnin til að ná fram jákvæðum niðurstöðum. Til að skoða þetta betur þá var þunglyndislyfið Seroxat sett á markað árið 2001 sem var miðað við fólk með einkenni við þunglyndi og voru 1.8 milljón manns sem fengu lyfið. Árið 2005 voru 350 milljón manns sem fengu lyfið. Þarna spyr Davies sig af hverju? Af hverju þessi mikla aukning? Það getur ekki verið að á fjórum árum sé 322 milljón manns að greinast með þunglyndi? En svarið við þessu er að eftir margar neikvæðar niðustöður sem sýndu að geðlyfið var ekki að draga úr þunglyndiseinkennunum var tekin ákvörðun að nota hluta af rannsókninni sem sýndi jákvæðar niðurstöður og fjölda framleiða þá niðurstöðu til að sýna að margar rannsóknir gáfu jákvæðar niðurstöður. En í raun og veru var verið að nota sömu rannsóknina sem gaf neikvæðar niðurstöður aftur og aftur. Í kjölfarið á þessu var hægt að byrja að markassetja og þarna var líka tekin ákvörðun að auglýsa að einkenni þunglyndis væri eitthvað sem allir geta upplifað og fundið fyrir. Þannig markhópurinn stækkaði töluvert en á sama tíma voru engar rannsóknir sem lágu á bakvið að þetta lyf væri að draga úr þunglyndiseinkennum enda sýndu aðrar niðurstöður að sykurpillan væri að hafa jafn mikil áhrif og þunglyndislyfið sjálft. Af hverju þetta samband á milli greininga og geðlyfja? Þarna þarf að fara aftur í söguna til að fá útskýringar. En eins og hefur komið fram þá byrjuðu geðlæknar að búa til DSM greiningarkerfið árið 1950. Megin ástæðan var að geðlæknum langaði að fjarlægjast sálgreiningu enda væri það einum of tímafrekt og kostnaðarsamt. Þannig það var tekin ákvörðun að í staðinn fyrir að geðlæknar, sálfræðingar o.fl myndu nota djúp sálfræði sem snýr að innsæi, innri áhugahvöt, sköpunarkrafti, tilfinningum, reynslu af áföllum þá væri meira við hæfi að nota staðlaða útgáfu til að mæla og meta andlegu málefnin. Það sem vekur athygli fljótlega er að greiningar aukast rosalega hratt á meðan engar rannsóknir liggja að baki. Líka að greiningarkerfið dregur fram að ef viðkomandi finnur fyrir fjórum einkennum þá sé hann með forsendur fyrir þunglyndi en hvað með sex eða átta einkenni eða 11 eða 12 o.s.frv.? Enda var greiningarkerfið geðþóttaákvörðun geðlækna sem notuðu huglægt mat til að mæla og meta. En til að fjarlægjast enn betur frá sálgreiningu þá var ákveðið að hefja samstarf við lyfjafyrirtækin sem framleiddu geðlyfin. Sálgreinendur voru alfarið á móti geðlyfjum og töldu þau vera seinasta úrræðið sem ætti að nota. En þarna fljótlega verða geðlyf fyrsta úrræðið sem á að nota áður en annað er prófað. Þarna telja margir að manneskjulegi þátturinn sem sálgreinendur unnu út frá væri horfinn og núna tæki við vélræn hugsun sem stafaði af stöðluðu mati. Þannig núna í dag erum við að súpa seyðið af þessum geðþóttaákvörðunum geðlækna sem styðja sig við engin vísindi samkvæmt gagnasöfnun Davies. Af hverju hefur þunglyndi og aðrar geðrænar raskanir verið að aukast svona mikið? Kannski vegna þess að það liggja engin vísindi á bak við og þá er hægt að margfalda greiningarnar og einkennin sem snúa að? Af hverju þessi aukning á geðlyfjum? Vegna þess að geðlyfin eru markaðssetning sem snýst um að selja eins mikið og hægt er til að halda við framleiðsluna. Framboð og eftirspurn. En það sem vekur athygli er að geðlæknar sem Davies talar við sem eru stofnendur DSM kerfisins segja að þetta hafi verið mestu mistök að innleiða þessar greiningar svona mikið og að fara í samstarf við geðlyfin. Það hefði verið hægt að stoppa þetta mun fyrr en gróðinn varð mönnum ofviða. Þeir tala líka um að sjálsmyndunarbaráttan hafi haft yfirhöndina að þeir hafi haft sitt eigi egó í forgangi vegna þess að þeir vildu ekki líkjast sálgreinendum, sálfræðingum o.fl. Að þetta hafi verið einhverskonar egó barátta um völd og sjálfstæði. Enda var geðlæknavísindin á barmi gjaldþrots þegar þessar ákvarðanir voru teknar með að fjölga greiningum í samstarfi við geðlyfin. Með þessu fann geðlæknavísindin sín einkenni og sjálfsmyndina sömuleiðis. Hvernig virkar þetta í grunnskólum? Það liggur beinast við að velta fyrir sér stöðunni í grunnskólum landsins og áhrifin sem greiningar og geðlyf hafa haft í alþjóðlegu samhengi. Vegna þess að miðað við fræðin þá virðist þetta vera markaðssetning þannig gæti það verið ástæðan af hverju sálfræðingar og geðlæknar halda sér frá vinnunni eftir að greiningar og geðlyf hafa komið inn? Þeir vita að þetta eru vísindi sem eru hvorki áreiðanleg né réttmæt en gróðinn þess virði? Þannig hræddir við að stoppa þetta lyfjatannhjól þar sem hagsmunir eru einum of miklir? Þetta eru margar vangaveltur en síðan er hægt að renna með það og draga þá ályktun samkvæmt þessum gögnum Davies að lestraráhugi drengja sé í sterku sambandi við greiningar og geðlyf? Að þetta tvennt sé búið að flækja stöðun þannig alveg sama hvaða aðferð sé notuð til að auka lestur hjá drengjum þá erum við ávallt að berjast við hungruðu draugana sem greiningar og geðlyf eru? Þurfum við ekki fyrst að fara taka þessar breytur inn í myndina til að geta aukið lestur hjá drengjum? Sömuleiðis mætti segja með kvíða hjá stúlkum? Í þessu samhengi er ekki hægt að horfa fram hjá því að greiningar og geðlyf eru markaðssetning en ekki sem samfélagslegt betrunartæki en vissulega eru sumir sem hagnast á þessu tvennu. En svarið hlýtur að liggja þarna einhversstaðar enda hafa skólar gert allt í sínu valdi til að auka lestur hjá drengjum og beita allskonar aðferðum til að undirbúa þá fyrir lesferilinn og lesskilningsprófin. Þannig kennarar og aðrir sem snúa að nemendunum hafa lagt fram allt í sínu til að efla lestraráhuga og færni nemandanna (Guðrún Edda Bentsdóttir, 2007; Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, Freyja Birgisdóttir, og Steinunn Gestsdóttir, 2018; Rannveig Oddsdóttir, 2018). En á sama tíma þurfum við ekki að fara hæga á þessum faraldri sem greiningar og geðlyf eru? Samkvæmt Davies þá verður það erfitt til viðureignar enda fjármagnið sem hefur verið sett í þessa gróðurs maskínu, stjörnu fræðilegar upphæðir. Við erum að tala um iðnað sem telur á billjónum þannig af hverju ekki að komast í silljón o.s.frv.? Þannig því meiri greiningar því meiri geðlyf og öfugt. Davies spyr líka þeirra spurninga - hvort verið sé að sljóvga mannkynið hægt og rólega þannig að hæfni í lífinu verður ávallt minni og minni? Hann veltir sömuleiðis fyrir sér þetta með hvernig geðlyfin slái á heilastarfsemina sem dregur verulega úr orkunni til að vilja ná árangri í lífinu? Líka þetta tvennt greiningar og geðlyf myndi virka afskaplega vel ef sálfræðingar og geðlæknar myndu vinna sína vinnu í eftirfylgni og ekki setja ábyrgðina á kennarana og foreldrana. Þetta eru margar spurningar sem fela í sér flókin svör en staðreyndin er sú að við kennarar o.fl. stöndum andspænis vangaveltum um kennslufræðilegar nálganir en líka flókið kerfi sem vinnur gegn þessu. Á meðan hin upprunalega orsök og afleiðing sekkur dýpra og dýpra í fenið og áður en við vitum verður óafturkvæmt að ráðast á áhrifin, greiningar og geðlyf? Þannig er grunnskólakerfið að þrotum komið ef ekki verður gripið til aðgerða? Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Davies, J. (2013). Cracked: Why Psychiatry is Doing More Harm Than Good. London: Incon Books Ltd. Guðrún Edda Bentsdóttir. (2007). Góður lestur er vandlærð list: Rannsókn á farsælum kennurum í lestri í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Meistararitgerð (Óutgefin). Reykjavík: Háskóli Íslands. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir., Freyja Birgisdóttir., og Steinunn Gestsdóttir. (2018). Tengsl lestraráhugahvatar og lesskilning nemenda á miðstigi grunnskóla. Tímarit um uppeldi og menntun, 27(2), bls. 175-199. Rannveig Oddsdóttir. (2018). Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings. Sótt á skólaþræðir.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar