„Leikurinn tók á taugarnar en ánægjulegt að hafa lokað þessu“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. október 2022 20:40 Stjarnan KR Subway deild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var í skýjunum eftir leik og var afar ánægður með sína menn sem höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum. „Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum. KR Subway-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
„Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum.
KR Subway-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira