Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 11:01 Tom Brady gengur niðurlútur af velli eftir tapið á móti Baltimore Ravens í nótt. (AP/Jason Behnken Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022 NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira