Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 19:43 Pablo Marí er meðal þeirra sem var stunginn í verslunarmiðstöð á Ítalíu í dag. James Williamson - AMA/Getty Images Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. Marí var fluttur á sjúkrahús eftir árásina, en talið er að starfsmaður verslunarinnar Carrefour hafi látist í árásinni. Marí er meðal fjögurra annarra sem særðust í árásinni. Sá grunaði er 46 ára gamall karlmaður og er hann í haldi lögreglu. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. One dead and several injured, including on loan Arsenal footballer Pablo Marí, in mass stabbing in Italy, media report https://t.co/B8RG1S7KJY— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 27, 2022 Arsenal var í eldlínunni í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem liðið mátti þola 2-0 tap gegn hollenska liðinu PSV Einhoven. Mikel Arteta, stjóri liðsins, tjáði sig stuttlega um atvikið eftir leik. „Ég var bara að heyra af þessu. Ég veit að Edu [tæknilegur ráðgjafi Arsenal] hefur verið í sambandi við ættingja hans. Hann er á spítala, en virðist vera í lagi,“ sagði Arteta. Marí hefur verið á mála hjá Arsenal frá árinu 2020, en aðeins leikið 12 deildarleiki fyrir félagið. Hann gekk í raðir Monza á láni í ágúst og hefur leikið átta deildarleiki fyrir félagið og skorað eitt mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Marí var fluttur á sjúkrahús eftir árásina, en talið er að starfsmaður verslunarinnar Carrefour hafi látist í árásinni. Marí er meðal fjögurra annarra sem særðust í árásinni. Sá grunaði er 46 ára gamall karlmaður og er hann í haldi lögreglu. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. One dead and several injured, including on loan Arsenal footballer Pablo Marí, in mass stabbing in Italy, media report https://t.co/B8RG1S7KJY— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 27, 2022 Arsenal var í eldlínunni í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem liðið mátti þola 2-0 tap gegn hollenska liðinu PSV Einhoven. Mikel Arteta, stjóri liðsins, tjáði sig stuttlega um atvikið eftir leik. „Ég var bara að heyra af þessu. Ég veit að Edu [tæknilegur ráðgjafi Arsenal] hefur verið í sambandi við ættingja hans. Hann er á spítala, en virðist vera í lagi,“ sagði Arteta. Marí hefur verið á mála hjá Arsenal frá árinu 2020, en aðeins leikið 12 deildarleiki fyrir félagið. Hann gekk í raðir Monza á láni í ágúst og hefur leikið átta deildarleiki fyrir félagið og skorað eitt mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira