Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 19:10 Forsetahjónin lögðu kerti við minnisvarða um fórnarlömb árásar sem beint var gegn hinsegin fólki. Facebook/Zuzana Čaputová Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar. Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar.
Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira