Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 19:10 Forsetahjónin lögðu kerti við minnisvarða um fórnarlömb árásar sem beint var gegn hinsegin fólki. Facebook/Zuzana Čaputová Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar. Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu opinbera heimsókn til Slóvakíu með fundi með forseta Slóvakíu, Zuzönu Čaputová. Þá lögðu þau kerti við minnisvarða um fórnarlömb skotárásar sem framin var í höfuðborg landsins fyrir tveimur viku. Čaputová segir á Facebooksíðu sinni að henni þyki mjög leitt að hafa fengið fregnir um að önnur árás gegn hinsegin fólki hafi verið framin á sama tíma og Guðni og Eliza heiðruðu fórnarlömb fyrri árásarinnar. Hún segir að Ísland sé Slóvökum mikill innblástur hvað varðar jafnrétti og jafnrétti. Hún hafi rætt þau málefni við Guðna sem sannfærði hana um að hjónabönd og sambúð samkynhneigðra ógni hefðbundinni fjölskyldu ekki með nokkrum hætti. Hún segir jafnframt að Slóvakar verði að berjast gegn hatursorðræðu í garð hinsegin fólks til þess að koma í veg fyrir fleiri árásir gegn hinsegin fólki. Heimsækja læknanema á morgun Í tilkynningu á vef skrifstofu forseta Íslands segir að í sendinefnd forseta séu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgi forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Að loknum fundum í forsetahöllinni hafi verið haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar. Þá segir í tilkynning frá skrifstofu forseta að þeir Guðni og Willum Þór muni á morgun fara til bæjarins Martin þar sem tæplega tvö hundruð Íslendingar stunda læknanám. Þeir munu ræða við stjórn háskólans og við nemendurna um námið þar.
Slóvakía Forseti Íslands Hinsegin Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira