Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 16:31 Horft yfir Ármúla í Reykjavík. Hámarkshraði þar verður nú 30 km/klst í stað 50 km/klst áður. Vísir/Vilhelm Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02
Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22