Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 16:31 Horft yfir Ármúla í Reykjavík. Hámarkshraði þar verður nú 30 km/klst í stað 50 km/klst áður. Vísir/Vilhelm Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02
Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22