Blaðamannafundurinn sem þurrkaði upp milljarða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. október 2022 09:30 Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum. Á sama fundi kynnti fjármálaráðherra þrjá valkosti. Að ríkið standi við skuldbindingar sínar, að eigendur bréfanna gangi til samninga við ríkið eða að sjóðurinn verði settur í þrot með lagasetningu. Hann boðaði þar „sparnað“ fyrir ríkissjóð sem fólst reyndar í því að ríkissjóður fái á sig 47 milljarða högg strax á næsta ári. Það er upphæð sem slagar upp í allt söluverðmætið sem fékkst af seinni Íslandsbankasölunni. En hvar liggur þá eiginlega sparnaðurinn? Hann liggur í því að aðrir eiga að reikninginn til lengri tíma litið. Í því að lífeyrissjóðir gefi eftir fjárhæðir og taki skuldbindingar í fangið. Hver á að taka reikninginn? Hér þarf að halda til haga hverjir lífeyrissjóðirnir eru. Það er almenningur í landinu. Þar er sparnaður almennings, ekki síst eldri borgara. Sanngirnisspurningin er hvort almenningur á að taka reikninginn fyrir klúðrið við Íbúðalánasjóð í gegnum lífeyrissparnað sinn. Eigendur bréfanna eru líka ýmis góðgerðarfélög sem byggja rekstrargrundvöll sinn á öruggum fjárfestingum með ríkisábyrgð. Í gær sagði Sigrún Jónsdóttir t.d. frá því á facebook að hún hefði í nokkur ár setið í stjórn Styrktarsjóðs hjartveikra barna þar sem hún sá um fjárfestingar og útgreiðslu styrkja til barna með alvarlega hjartagalla. HFF bréfin eru undirstaða reksturs Styrktarsjóðsins. Vaxtagreiðslur og afborganir af þeim gera sjóðnum kleift að greiða styrki sjóðsins. Ef af aðgerðum fjármálaráðherra verður er forsendum kippt undan sjóðnum og greiðslum Styrktarsjóðsins. Sprengjuregn í Kauphöllinni Þegar Kauphöllin opnaði fyrir viðskipti með skuldabréf á mánudag blasti við að ótímabærar og glannalegar yfirlýsingar fjármálaráðherrans höfðu haft töluverð áhrif. Fram hefur komið að gera megi ráð fyrir því að minnsta kosti 100 milljarðar hafi þurrkast upp af eignum kröfuhafa. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði strax. Vaxtakostnaður ríkisins getur því aukist töluvert, ekki bara út af fjártjóninu heldur líka vegna yfirlýsinga fjármálaráðherra. Og það má velta fyrir sér áhrifum á lánshæfismat ríkisins. Ef traust og trúverðugleiki ríkisins á markaði laskast þá mun það reynast dýrkeypt. Það vekur upp þær spurningar hvort fyrir lá eitthvert mat á hugsanlegum viðbrögðum markaðarins. Lá t.d. fyrir eitthvert mat um hvort þessi aðgerð myndi hafa áhrif á lánshæfismat ríkisins? Og önnur spurning er hvar hin ábyrga hagstjórn Sjálfstæðisflokksins er eiginlega að fela sig. Enn hafa engar skýringar heyrst á hvers vegna ekki var hægt að hefja samtal við kröfuhafa án þess að blása fyrst í herlúðra. Án þess að fjármálaráðherra stillti þeim upp við vegg með hótunum. Væntanlegar viðræður við lífeyrissjóðina fara nú fram í skugga hótunar um lagasetningu. Hverju ræður fjármálaráðherra svo sem um fjármál ríkisins? Mistökin sem eru rót hins ævintýralegs fjártjóns Íbúðalánasjóðs eru eitt. Þau eru rækilega staðfest í skýrslu rannsóknarnefndar þar sem fram kemur að tveir flokkar eiga þetta klúður skuldlaust (ef hægt er að nota það orð í þessu samhengi). En viðfangsefnið núna er auðvitað staða dagsins í dag. Og það er aðkallandi að þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri Grænna svari hvort þau styðja að fara svona í sparnað almennings, eldri borgara og almannaheillafélaga til dæmis, eins og fjármálaráðherra leggur til. Styðja þau þessa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins? Vitaskuld á að grípa inn stöðu þar sem tap hins opinbera getur verið 18 milljarðar á ári. Svona staða getur ekki fengið að viðgangast lengi. Það hefur hins vegar nákvæmlega verið reyndin. Fyrir lá skýrsla strax 2013 um framtíðarhorfur sjóðsins og um mikla rekstrarerfiðleika. Fjármálaráðherra hefur setið frá 2013. Athafnaleysi fjármálaráðherra í 10 ár skilur eftir sig spurningar um ábyrgð. Þegar ég benti á þetta langvarandi sinnuleysi brást fjármálaráðherra við með því að halda fram að þetta mál hefði ekki verið á hans borði fyrr en 2020. Þar virðist hann gleyma að ráðherraembætti hans felur í sér yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála og að hann fer með ríkisábyrgðir. Að það sé ekki í verkefnahring fjármálaráðherra að bregðast við milljarðatapi stenst auðvitað enga skoðun. „Hér varð náttúrulega hrun“ Fjármálaráðherra hefur látið vinna lögfræðiálit þar sem lögð er áhersla að þessi aðferð standist m.a. vegna þess að þetta hafi verið gert með neyðarlögum í hruninu. Ef fjármálaráðherra tekur undir að viðlíka aðstæður séu núna uppi í íslensku efnahagslífi þá eru það sennilega stærstu fréttirnar í þessu máli. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort fjármálaráðherra þurfi ekki að gera þingi og þjóð grein fyrir því að slík hætta sé fyrir dyrum. Mörgum stórum spurningum er hins vegar ósvarað um réttarstöðuna. Hver er t.d. staða þeirra sem setjast við samningaborð með fjármálaráðherra þegar þeirra bíður lagasetning náist samningar ekki? Hvað heitir sú samningatækni annað en hótun? Hverjar eru heimildir ráðherra til að fara með sjóð í þrot sem á fyrir skuldbindingum sínum í meira en áratug til viðbótar? Er hægt að eiga við réttindi kröfuhafa afturvirkt? Fer fjármálaráðherra fram af meðalhófi þegar litið er til þess að ríkið getur gert upp skuldabréfin? Þessum og fleiri spurningum er ósvarað og lögfræðiálit fjármálaráðherra tekur ekki á þeim. Þess vegna hef ég óskað eftir því í fjárlaganefnd að unnið verði lögfræðiálit fyrir þingið. Það hefur verið samþykkt. Það er grundvallarforsenda þess að þingið geti tekið afstöðu til hugmynda ráðherra að lagalega hliðin sé ljós. Sanngirni og traust Því miður er ljóst að allir kostir í stöðunni eru slæmir og allir kostir í stöðunni eru dýrir fyrir almenning í landinu; hvort sem þetta tap fer í gegnum ríkissjóð eða í gegnum lífeyrissjóðina. Mögulega leiðir þetta til þess að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. Komi þetta mál til kasta Alþingis verður stóra réttlætisspurningin hvernig sanngjarnt og eðlilegt er að deila þessu tapi. Hvernig er réttlátast að kostnaðinum við þetta klúður verði dreift í samfélaginu? Það er lykilspurningin. Útfærslurnar skipta miklu máli. Verkefnið er að sameinast um skynsamlega lausn á þessu máli og þá er ekkert að því að menn setjist niður og ræði mögulegar lausnir. Stórkarlalegar yfirlýsingar ráðherra um gjaldþrot og hótanir um lagasetningu voru hins vegar fráleitur upptaktur að samtali. Viðbrögð markaðarins segja alla söguna um það. Ég hef óskað eftir því að fjármálaráðherra komi á opinn fund í fjárlaganefnd þar sem hann geri grein fyrir hugmyndum sínum og áhrifum þeirra á fjárlagagerð, áhrifum á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf og lánshæfismat ríkisins – og síðast en ekki síst á traust og trúverðugleika ríkissjóðs. Það verður að vera markmiðið að verja traust til þess hvernig íslenska ríkið og ríkisstjórnin gengur fram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Efnahagsmál ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum. Á sama fundi kynnti fjármálaráðherra þrjá valkosti. Að ríkið standi við skuldbindingar sínar, að eigendur bréfanna gangi til samninga við ríkið eða að sjóðurinn verði settur í þrot með lagasetningu. Hann boðaði þar „sparnað“ fyrir ríkissjóð sem fólst reyndar í því að ríkissjóður fái á sig 47 milljarða högg strax á næsta ári. Það er upphæð sem slagar upp í allt söluverðmætið sem fékkst af seinni Íslandsbankasölunni. En hvar liggur þá eiginlega sparnaðurinn? Hann liggur í því að aðrir eiga að reikninginn til lengri tíma litið. Í því að lífeyrissjóðir gefi eftir fjárhæðir og taki skuldbindingar í fangið. Hver á að taka reikninginn? Hér þarf að halda til haga hverjir lífeyrissjóðirnir eru. Það er almenningur í landinu. Þar er sparnaður almennings, ekki síst eldri borgara. Sanngirnisspurningin er hvort almenningur á að taka reikninginn fyrir klúðrið við Íbúðalánasjóð í gegnum lífeyrissparnað sinn. Eigendur bréfanna eru líka ýmis góðgerðarfélög sem byggja rekstrargrundvöll sinn á öruggum fjárfestingum með ríkisábyrgð. Í gær sagði Sigrún Jónsdóttir t.d. frá því á facebook að hún hefði í nokkur ár setið í stjórn Styrktarsjóðs hjartveikra barna þar sem hún sá um fjárfestingar og útgreiðslu styrkja til barna með alvarlega hjartagalla. HFF bréfin eru undirstaða reksturs Styrktarsjóðsins. Vaxtagreiðslur og afborganir af þeim gera sjóðnum kleift að greiða styrki sjóðsins. Ef af aðgerðum fjármálaráðherra verður er forsendum kippt undan sjóðnum og greiðslum Styrktarsjóðsins. Sprengjuregn í Kauphöllinni Þegar Kauphöllin opnaði fyrir viðskipti með skuldabréf á mánudag blasti við að ótímabærar og glannalegar yfirlýsingar fjármálaráðherrans höfðu haft töluverð áhrif. Fram hefur komið að gera megi ráð fyrir því að minnsta kosti 100 milljarðar hafi þurrkast upp af eignum kröfuhafa. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði strax. Vaxtakostnaður ríkisins getur því aukist töluvert, ekki bara út af fjártjóninu heldur líka vegna yfirlýsinga fjármálaráðherra. Og það má velta fyrir sér áhrifum á lánshæfismat ríkisins. Ef traust og trúverðugleiki ríkisins á markaði laskast þá mun það reynast dýrkeypt. Það vekur upp þær spurningar hvort fyrir lá eitthvert mat á hugsanlegum viðbrögðum markaðarins. Lá t.d. fyrir eitthvert mat um hvort þessi aðgerð myndi hafa áhrif á lánshæfismat ríkisins? Og önnur spurning er hvar hin ábyrga hagstjórn Sjálfstæðisflokksins er eiginlega að fela sig. Enn hafa engar skýringar heyrst á hvers vegna ekki var hægt að hefja samtal við kröfuhafa án þess að blása fyrst í herlúðra. Án þess að fjármálaráðherra stillti þeim upp við vegg með hótunum. Væntanlegar viðræður við lífeyrissjóðina fara nú fram í skugga hótunar um lagasetningu. Hverju ræður fjármálaráðherra svo sem um fjármál ríkisins? Mistökin sem eru rót hins ævintýralegs fjártjóns Íbúðalánasjóðs eru eitt. Þau eru rækilega staðfest í skýrslu rannsóknarnefndar þar sem fram kemur að tveir flokkar eiga þetta klúður skuldlaust (ef hægt er að nota það orð í þessu samhengi). En viðfangsefnið núna er auðvitað staða dagsins í dag. Og það er aðkallandi að þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri Grænna svari hvort þau styðja að fara svona í sparnað almennings, eldri borgara og almannaheillafélaga til dæmis, eins og fjármálaráðherra leggur til. Styðja þau þessa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins? Vitaskuld á að grípa inn stöðu þar sem tap hins opinbera getur verið 18 milljarðar á ári. Svona staða getur ekki fengið að viðgangast lengi. Það hefur hins vegar nákvæmlega verið reyndin. Fyrir lá skýrsla strax 2013 um framtíðarhorfur sjóðsins og um mikla rekstrarerfiðleika. Fjármálaráðherra hefur setið frá 2013. Athafnaleysi fjármálaráðherra í 10 ár skilur eftir sig spurningar um ábyrgð. Þegar ég benti á þetta langvarandi sinnuleysi brást fjármálaráðherra við með því að halda fram að þetta mál hefði ekki verið á hans borði fyrr en 2020. Þar virðist hann gleyma að ráðherraembætti hans felur í sér yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála og að hann fer með ríkisábyrgðir. Að það sé ekki í verkefnahring fjármálaráðherra að bregðast við milljarðatapi stenst auðvitað enga skoðun. „Hér varð náttúrulega hrun“ Fjármálaráðherra hefur látið vinna lögfræðiálit þar sem lögð er áhersla að þessi aðferð standist m.a. vegna þess að þetta hafi verið gert með neyðarlögum í hruninu. Ef fjármálaráðherra tekur undir að viðlíka aðstæður séu núna uppi í íslensku efnahagslífi þá eru það sennilega stærstu fréttirnar í þessu máli. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort fjármálaráðherra þurfi ekki að gera þingi og þjóð grein fyrir því að slík hætta sé fyrir dyrum. Mörgum stórum spurningum er hins vegar ósvarað um réttarstöðuna. Hver er t.d. staða þeirra sem setjast við samningaborð með fjármálaráðherra þegar þeirra bíður lagasetning náist samningar ekki? Hvað heitir sú samningatækni annað en hótun? Hverjar eru heimildir ráðherra til að fara með sjóð í þrot sem á fyrir skuldbindingum sínum í meira en áratug til viðbótar? Er hægt að eiga við réttindi kröfuhafa afturvirkt? Fer fjármálaráðherra fram af meðalhófi þegar litið er til þess að ríkið getur gert upp skuldabréfin? Þessum og fleiri spurningum er ósvarað og lögfræðiálit fjármálaráðherra tekur ekki á þeim. Þess vegna hef ég óskað eftir því í fjárlaganefnd að unnið verði lögfræðiálit fyrir þingið. Það hefur verið samþykkt. Það er grundvallarforsenda þess að þingið geti tekið afstöðu til hugmynda ráðherra að lagalega hliðin sé ljós. Sanngirni og traust Því miður er ljóst að allir kostir í stöðunni eru slæmir og allir kostir í stöðunni eru dýrir fyrir almenning í landinu; hvort sem þetta tap fer í gegnum ríkissjóð eða í gegnum lífeyrissjóðina. Mögulega leiðir þetta til þess að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. Komi þetta mál til kasta Alþingis verður stóra réttlætisspurningin hvernig sanngjarnt og eðlilegt er að deila þessu tapi. Hvernig er réttlátast að kostnaðinum við þetta klúður verði dreift í samfélaginu? Það er lykilspurningin. Útfærslurnar skipta miklu máli. Verkefnið er að sameinast um skynsamlega lausn á þessu máli og þá er ekkert að því að menn setjist niður og ræði mögulegar lausnir. Stórkarlalegar yfirlýsingar ráðherra um gjaldþrot og hótanir um lagasetningu voru hins vegar fráleitur upptaktur að samtali. Viðbrögð markaðarins segja alla söguna um það. Ég hef óskað eftir því að fjármálaráðherra komi á opinn fund í fjárlaganefnd þar sem hann geri grein fyrir hugmyndum sínum og áhrifum þeirra á fjárlagagerð, áhrifum á ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf og lánshæfismat ríkisins – og síðast en ekki síst á traust og trúverðugleika ríkissjóðs. Það verður að vera markmiðið að verja traust til þess hvernig íslenska ríkið og ríkisstjórnin gengur fram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun