Treysta ekki ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. október 2022 10:01 Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun