Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:45 Leikmenn Inter höfðu margar ástæður til að fagna í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira