Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 14:07 Ron DeSantis og Charlie Crist í kappræðunum í gær. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði. Crist beindi kappræðunum ítrekað að því hvort DeSantis myndi sitja út allt kjörtímabilið en sá síðarnefndi kom sér ávallt hjá því að svara spurningunni. Í eitt skipti sagði Crist: „Af hverju horfir þú ekki í augu íbúa Flórída og segir þeim að ef þú verðir endurkjörinn munir þú sitja í embætti ríkisstjóra öll fjögur augun. Já eða nei?“ Eftir nokkra sekúndna þögn svaraði DeSantis á þá leið að hann vissi að Crist vildi tala um forsetakosningarnar 2024 og Joe Biden, forseta. DeSantis sagðist þó vilja einbeita sér að því að sigra Crist. Crist svaraði síðar og sagði þá: „Þú vilt ekki einu sinni segja hvort þú viljir vera ríkisstjóri Flórída eftir kosningarnar.“ DeSantis hefur, eins og margir aðrir frambjóðendur Repúblikanaflokksins, forðast viðtöl við fjölmiðla vestanhafs í aðdraganda kosninganna og viðburði þar sem hann gæti þurft að svara spurningum. Politico segir kannanir sýna að DeSantis sé líklegur til að sigra Crist. Hann hafi safnað mun meira af peningum og hafi varið um fjórfalt meira en Crist í sjónvarpsauglýsingar í Flórída. Kappræðurnar hafi líklega verið besta tækifæri Crists til að ná höggi á DeSantis og óljóst sé hvort það hafi tekist. DeSantis er 44 ára gamall Repúblikani og Crist er 66 ára gamall Demókrati, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída. Þeir tókust á um fleiri hluti eins og faraldur Covid, glæpi, þungunarrof, Joe Biden og það að DeSantis hafi sent um fimmtíu hælisleitendur til Marthas Vineyard í haust. Sjá einnig: Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Undanfarin ári hefur Flórída-ríki verið að færast til hægri, samkvæmt AP fréttaveitunni. DeSantis er talinn mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir Repúblikanaflokkinn og það jafnvel þó Donald Trump, fyrrverandi forseti, ákveði að bjóða sig fram aftur. Ríkisstjórinn er talinn vilja ná öflugum sigri í Flórída og nota hann til að koma forsetaframboð sínu af stað. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Crist beindi kappræðunum ítrekað að því hvort DeSantis myndi sitja út allt kjörtímabilið en sá síðarnefndi kom sér ávallt hjá því að svara spurningunni. Í eitt skipti sagði Crist: „Af hverju horfir þú ekki í augu íbúa Flórída og segir þeim að ef þú verðir endurkjörinn munir þú sitja í embætti ríkisstjóra öll fjögur augun. Já eða nei?“ Eftir nokkra sekúndna þögn svaraði DeSantis á þá leið að hann vissi að Crist vildi tala um forsetakosningarnar 2024 og Joe Biden, forseta. DeSantis sagðist þó vilja einbeita sér að því að sigra Crist. Crist svaraði síðar og sagði þá: „Þú vilt ekki einu sinni segja hvort þú viljir vera ríkisstjóri Flórída eftir kosningarnar.“ DeSantis hefur, eins og margir aðrir frambjóðendur Repúblikanaflokksins, forðast viðtöl við fjölmiðla vestanhafs í aðdraganda kosninganna og viðburði þar sem hann gæti þurft að svara spurningum. Politico segir kannanir sýna að DeSantis sé líklegur til að sigra Crist. Hann hafi safnað mun meira af peningum og hafi varið um fjórfalt meira en Crist í sjónvarpsauglýsingar í Flórída. Kappræðurnar hafi líklega verið besta tækifæri Crists til að ná höggi á DeSantis og óljóst sé hvort það hafi tekist. DeSantis er 44 ára gamall Repúblikani og Crist er 66 ára gamall Demókrati, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída. Þeir tókust á um fleiri hluti eins og faraldur Covid, glæpi, þungunarrof, Joe Biden og það að DeSantis hafi sent um fimmtíu hælisleitendur til Marthas Vineyard í haust. Sjá einnig: Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Undanfarin ári hefur Flórída-ríki verið að færast til hægri, samkvæmt AP fréttaveitunni. DeSantis er talinn mjög líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir Repúblikanaflokkinn og það jafnvel þó Donald Trump, fyrrverandi forseti, ákveði að bjóða sig fram aftur. Ríkisstjórinn er talinn vilja ná öflugum sigri í Flórída og nota hann til að koma forsetaframboð sínu af stað.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01