Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 11:31 Rúnar Júlíusson var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins um miðjan 7. áratug síðustu aldar, heldur einnig í besta fótboltaliði landsins. Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira