„Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 09:30 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann hefur ekki mætt til æfinga undanfarið hjá liðinu, eftir að KR nýtti riftunarákvæði í samningi við hann sem tekur gildi eftir tímabilið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira