„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 08:31 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Val unnu allt sem hægt var að vinna á Íslandi á síðustu leiktíð og skráðu sig svo í Evrópudeildina, næststerkustu Evrópukeppnina í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Björgvin segir Íslandsmeistarana „nógu klikkaða“ til að stefna á sigur annað kvöld þegar ungverska liðið Ferencváros, með stjörnur á borð við Maté Lékai innanborðs, mætir í Origo-höllina að Hlíðarenda. Það er fyrsti leikur Valsara sem eftir viku fara svo til Benidorm að spila við heimamenn. Í liði Ferencváros eru leikmenn sem töpuðu fyrir Íslandi, 31-30, á heimavelli í Búdapest á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Tapið þýddi að Ungverjar féllu úr keppni en Ísland komst áfram. „Við þekkjum Ungverjana vel, frá landsliðinu til dæmis. Þeir eru til dæmis með [Maté] Lékai í fararbroddi, sem hefur leikið okkur grátt í landsliðinu síðustu ár. Ég held að hann komi pirraður til Íslands, því ég varði síðasta skotið frá honum á síðasta stórmóti, þegar við hentum þeim út úr mótinu. Honum líkar því kannski ekkert voðalega vel við Ísland akkúrat núna,“ segir Björgvin. Mate Lekai sækir gegn uppalda Valsmanninum Ými Erni Gíslasyni á EM í janúar, þar sem Ísland hafði betur.EPA-EFE/Tamas Kovacs „En þeir hafa spilað við okkur mörgum sinnum í landsliðinu og það verður gaman að mæta þeim hérna á þessum velli, bera saman deild á móti deild, og sjá hvar við stöndum. Þetta er auðvitað frábært lið með frábæra einstaklinga en við erum líka góðir. Við vitum ekki hversu góðir fyrr en við mætum þeim,“ segir Björgvin Páll í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan Klippa: Björgvin Páll um Evrópuævintýri Vals Valsmenn leika fimm heimaleiki og fimm útileiki og mæta afar sterkum liðum á borð við þýska liðið Flensburg og franska liðið PAUC. Eftir leikinn við Ferencváros halda Valsmenn til Benidorm og spila þar við heimamenn í næstu viku, og sjötta liðið í riðlinum er svo Ystad frá Svíþjóð. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit. Upplifun fyrir „Hvolpasveitina og einn gamlan karl“ „Ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari keppni. Ég held að það sé gott fyrir íslenskan handbolta. Smá mælisteinn fyrir okkur til að vita hvar við erum staddir, ekki bara í landsliðinu heldur líka í félagsliðunum,“ segir Björgvin Páll. Björgvin hefur marga fjöruna sopið eftir að hafa verið landsliðsmarkvörður í vel á annan áratug en hann segir Evrópuleikina afar spennandi verkefni fyrir alla leikmenn Vals: „Sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru að spila vel hérna heima. Við vorum nú kallaðir „Hvolpasveitin“ í fyrra, og fyrir hvolpasveit og einn gamlan karl er það alltaf upplifun að reyna sig á móti bestu liðum í heiminum. Þetta er aldeilis verkefni; skemmtilegar þjóðir og skemmtileg lið, og alvöru kanónur sem mæta í Origo-höllina innan skamms,“ segir Björgvin en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Leikur Vals og Ferencváros er klukkan 18:45 á morgun og er miðasala á tix.is. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira