Ósammála félögum sínum í meirihlutanum: „Frumvarpið virðist hrein og bein aðför að réttindum launafólks“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 15:21 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði virðast vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín starfsmenn sem standa utan stéttarfélaga og lágmarksréttindi launafólks gætu orðið að engu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis lögðu fram frumvarpið í vikunni. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur einnig gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í vikunni að næði frumvarpið fram að ganga yrði það til þess fallið að taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvelli undan stéttarfélögum á Íslandi. Stéttarfélög tryggi sjálfsögð réttindi Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna er ósammála félögum sínum í meirihlutanum. Hann segir í aðsendri skoðanagrein á Vísi að sterk verkalýðshreyfing hafi í áratugi verið aflvaki félagslegra réttinda og hreyfiafl í mótun réttlátara samfélags. Frumvarpið væri hins vegar til þess fallið að grafa undan áratugalangri sátt í stéttarfélagsmálum. „Stéttarfélög hafa skýrt hlutverk; að standa vörð um almenn réttindi og afkomu launafólks með kjarasamningum. Stéttarfélög og samtakamáttur vinnandi fólks tryggir sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði eins og kaup og kjör, orlofs- og veikindarétt og vinnutíma. Sterk verkalýðshreyfing veitir stjórnvöldum aðhald, kemur brýnum málum á dagskrá og berst fyrir betri kjörum og réttindum til handa launafólki. Það gefur auga leið að kraftur stéttarfélaga, sér í lagi þar sem félagsaðildin er jafn há og hún er á Íslandi, er mun meiri en þar sem að félagsaðildin er lægri,“ segir Orri Páll. Allt í nafni frelsisins Hann tekur dæmi um tvo launþega sem báðir verða veikir. Annar þeirra í stéttarfélagi en hinn ekki. Orri reifar hvernig réttarstaða þess fyrrnefnda sé augljóslega miklu betri en þess sem ekki er í stéttarfélagi. Réttindi launafólks séu tryggð með þátttöku í stéttarfélögum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því nái frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði fram að ganga því við nánari skoðun virðist frumvarpið vera hrein og bein aðför að réttindum launafólks. Það gæti meðal annars hæglega orðið til þess að atvinnurekendur gætu kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga – allt í nafni frelsisins. Að sama skapi gæti það orðið til þess að sá samfélagssáttmáli sem við höfum sammælst um í áraraðir, að tryggja lágmarksréttindi allra á vinnumarkaði hvort sem þau tilheyra stéttarfélagi eða ekki, yrði að engu – allt í nafni frelsisins,“ segir Orri Páll að lokum.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01 Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49 Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Réttindi launafólks og frelsið Nú er til umræðu á Alþingi frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði og sitt sýnist hverjum um markmið þess. 22. október 2022 15:01
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. 18. október 2022 12:49
Vilja tryggja félagafrelsi með nýju lagafrumvarpi Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu. 14. október 2022 12:04