„Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 18:16 Hinn mjög svo vinsæli Svavar Pétur, Prins Póló, hefur yfirgefið sviðið. Hann var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. vísir/vilhelm Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Svavar Pétur var einstaklega vel liðinn maður, vinsæll svo af bar og var kirkjan troðfull eins og vænta mátti. Þar var saman komin heil kynslóð listamanna og skemmtikrafta sem kvaddi einn sinn allra besta mann. En Svavar Pétur var þeirrar náttúru að geta ljúflega sameinað fjölmarga einstaklinga við listsköpun og tónlistarflutning. Vinir Svavars Péturs, þau Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu einsöng við athöfnina. Tónlistin í Hallgrímskirkju var einkar falleg í dag þegar vinir og fjölskylda Svavars Péturs komu saman til að kveðja þennan vinsæla mann.vísir/vilhelm „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur,“ skrifar Kristján Freyr trymbill með meiru, sem starfaði með Svavari Pétri í fjölmörgum verkefnum, í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng listmanninn en stór kór samansettur af samstarfsfólki og vinum Svavars Péturs söng við athöfnina.vísir/vilhelm Eins og fram kemur í formála viðtals við Svavar Pétur sem birtist á Vísi fyrir um ári hefur hann, sem skilgreindi sig sjálfur sem hlédrægan „intróvert“, verið einn vinsælasti listamaður landsins um árabil. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og „hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.“ Harmurinn í Hallgrímskirkju í dag var mikill enda var Svavar Pétur aðeins 45 ára gamall þegar hann andaðist 29. september – fæddur 26. apríl 1977. Hann kveður því á besta aldri. Eiginkona Svavars er Berglind Häsler og börn þeirra eru Hrólfur Steinn og Aldís Rúna en fyrir átti Berglind dótturina Elísu Egilsdóttur. Við jarðarförina var flutt tónlist eftir Svavar Pétur og var til þess tekið hversu fallega var útsett og hversu fallega hljómaði. Útsetningar önnuðust þeir Ingi Garðar Erlendsson, Björn Kristjánsson og Benedikt H. Hermannsson. Einsöngvarar voru þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius en lögin fluttu einnig auk hljómsveitar stór kór undir stjórn Björns Thorarensen sem samansettur var af þekktu tónlistarfólki, samstarfsmönnum og vinum Svavars í gegnum tíðina svo sem úr Baggalúti, Rúnk, Amiinu, Múm og Moses Hightower. Þá lék einnig blásturssveit en Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Á kistunni var svo stór kóróna, einkennismerki Svavars Péturs sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Kista Svavars Péturs borin úr Hallgrímskirkju.vísir/vilhelm
Andlát Tímamót Reykjavík Tengdar fréttir Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. 29. september 2022 16:06
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58