„Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 10:01 Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Vísir „Þessi manneskja reiðir sig hundrað prósent á þig og þú verður bara að gjöra svo vel að standa þig.“ Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir
Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira