Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 23:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Í bók sem hún birti árið 2019 sakaði hún Trump um að hafa nauðgað sér í mátunarklefa í fataverslun í New York á tíunda áratug síðustu aldar. Trump sagði í kjölfarið að hún væri að ljúga og að hún væri „ekki hans týpa“. Í kjölfar þess kærði hún hann fyrir meiðyrði. Eins og við sögðum frá árið 2019 eru kærur sem þessar algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Carroll lýsti því nýverið yfir að hún ætlaði að kæra Trump aftur fyrir líkamsárás á grundvelli nýrrar reglugerðar um að fullorðin fórnarlömb nauðgunar geti kært meinta gerendur sína, sama hvenær brotin eiga að hafa átt sér stað. Sú kæra verður lögð fram í nóvember, þegar nýja reglugerðin í New York tekur gildi. Lögmenn hennar lýstu því yfir í kvöld að Trump hefði borið vitni í dag en vildu ekki segja meira að svo stöddu. Það er eftir að Trump og lögmenn hans hafa ítrekað reynt að koma í veg fyrir þennan vitnisburð. Alríkisdómari komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki frestað vitnaleiðslunum frekar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Óljóst er hvort Trump bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað en hann var í Flórída í morgun og málið er tekið fyrir í New York. Carroll er sögð hafa borið vitni síðasta föstudag en hvorki lögmenn hennar né Trumps hafa svarað fyrirspurnum um þá vitnaleiðslu. Trump tjáði sig nýverið um ásakanir Carroll og þá sagði hann þær vera pretti. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver Carroll væri, fyrir utan það að mynd hefði verið tekin af honum með henni og eiginmanni hennar á góðgerðarviðburði fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira