Arnór Ingvi skoraði gegn Helsingborg Atli Arason skrifar 19. október 2022 19:15 Arnór Ingvi var á skotskónum í kvöld. Twitter@ifknorrkoping Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, skoraði eitt mark í 2-0 sigri liðsins á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, hélt hreinu á móti Varberg á meðan Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru komnir með níu fingur á sænska meistaratitilinn eftir sigur á AIK. Norrköping 2-0 Helsingborg Arnór var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn. Markið skoraði Arnór strax á 18. mínútu áður en Jacob Ortmark tryggði Norrköping sigur á 72. mínútu. Ari Freyr Skúlason var einnig í byrjunarliði Norrköping en fór af velli á 90. mínútu leiksins. Andri Lucas Guðjohnsen og Arnór Sigurðarson sátu allan leikinn á varamannabekk Norrköping. Varberg 0-3 Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og hélt hreinu í þriggja marka sigri Elfsborg á útivelli gegn Varberg. Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði einnig hjá Elfsborg og lék í 82 mínútur áður en honum var skipt af velli. Jeppe Okkels, Michael Baidoo og Oscar Aga skoruðu mörk Eflsborg í leiknum. AIK 1-2 Häcken Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken, spilaði allan leikinn fyrir Häcken í eins marks sigri á AIK. Ibrahim Sadiq og Alexander Jeremejeff skoruðu mörk Häcken áður en John Guidetti minnkaði muninn fyrir AIK með marki úr vítaspyrnu á 91. mínútu. Häcken er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 57 stig þegar liðið á einungis þrjá leiki eftir af deildarkeppninni. Häcken er með átta stiga forskot á Hammerby en Hammerby á einn leik til góða á Häcken. Hákon Rafn, Sveinn Aron og félagar í Elfsborg eru í 7. sæti með 40 stig eftir 27 leiki á meðan Íslendingalið Norrköping er í 11. sæti með 32 stig eftir jafn marga leiki. Sænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Norrköping 2-0 Helsingborg Arnór var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn. Markið skoraði Arnór strax á 18. mínútu áður en Jacob Ortmark tryggði Norrköping sigur á 72. mínútu. Ari Freyr Skúlason var einnig í byrjunarliði Norrköping en fór af velli á 90. mínútu leiksins. Andri Lucas Guðjohnsen og Arnór Sigurðarson sátu allan leikinn á varamannabekk Norrköping. Varberg 0-3 Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og hélt hreinu í þriggja marka sigri Elfsborg á útivelli gegn Varberg. Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði einnig hjá Elfsborg og lék í 82 mínútur áður en honum var skipt af velli. Jeppe Okkels, Michael Baidoo og Oscar Aga skoruðu mörk Eflsborg í leiknum. AIK 1-2 Häcken Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken, spilaði allan leikinn fyrir Häcken í eins marks sigri á AIK. Ibrahim Sadiq og Alexander Jeremejeff skoruðu mörk Häcken áður en John Guidetti minnkaði muninn fyrir AIK með marki úr vítaspyrnu á 91. mínútu. Häcken er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 57 stig þegar liðið á einungis þrjá leiki eftir af deildarkeppninni. Häcken er með átta stiga forskot á Hammerby en Hammerby á einn leik til góða á Häcken. Hákon Rafn, Sveinn Aron og félagar í Elfsborg eru í 7. sæti með 40 stig eftir 27 leiki á meðan Íslendingalið Norrköping er í 11. sæti með 32 stig eftir jafn marga leiki.
Sænski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira