Búsetufrelsi eða búsetuhelsi? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 19. október 2022 13:01 Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun