Námskeið í mennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 19. október 2022 09:30 Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar