Námskeið í mennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 19. október 2022 09:30 Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar