Námskeið í mennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 19. október 2022 09:30 Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerum allskonar. Við gerum allskonar til að líða ekki svona ílla, komast undan þessum sársauka sem fylgir vanrækslunni. Við auðgum ekki andan heldur hlöðum á okkur lögum hugmyndarfræðinar. Við lærum og iðkum eftir hinum og þessum stefnum. Við sækjum námskeið í öndun því við erum hætt að hleypa súrefni að. Við sækjum námskeið í hreyfingu því við erum orðin vélræn og fjarlæg þúfum og grjóti. Við skolum á okkur ristil og þarma því hann er fullur af eitri sem við ýmist setjum í okkur eða framleiðum í hraða og ráðaleysi. Við sækjum athafnir með fjöðruðum og drekkum seið og allskonar. Dönsum og smáskömtum eftir uppskriftum. Borðum eftir uppskriftum og á þeim tíma sem fastan leyfir. Við erum vélræn, eitt með öppum og aðferðum. Svo stöndum við þarna eftir öll þessi ár og lítið sem ekkert hefur breyst, okkur líður en ílla og áfram sækjum við í eitthvað eins og fiskar í vatni að leit að vatni. Ein sagði við mig um daginn að hún hefði ekki tíma til að iðka andlegt líf því hún væri svo upptekin með börn og heimilli, hefði einfaldlega ekki tíma fyrir hugleiðslu því hún ætti börn. Ég skil hana, veit hvað hún er að segja en hver okkar andlega iðkun ef við ekki finnum taktinn í heimalærdómi barnana okkar, uppvaski og að brjóta saman þvott. Hverju einastu gjörð er hægt að nálgast af alúð og dýpt, hversu hversdagsleg hún er. Ég hjólaði í vinnuna um daginn og ég fann fyrir þyngdaraflinu sameina mig með öllu efnislegu. Ég fann lykt af rotnun og kulda. Áður en ég vissi af streymdi um mig sælustraumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa fegurð hverfuleikans. Í gær fór ég í bíó með konunni minni og dóttur, á meðan stelpan mín skríkti og hristist af hlátri yfir hrakförum Clooní kreysti hún á mér eyrnasnepillinn eins og hún hefur gert síðan að hún kom inn í líf okkar hjóna fyrir 10 árum síðan og um mig streymdi sælustaumur, flæddu yfir mig boðefni sem komu innan frá, aðeins við að sjá og upplifa tengslin og þennan skilyrðislausa kærleik sem ríkir á milli okkar. Ég ákalla þarmeð hið upplýsta alvald og bið um að verða strípaður af öllu sem kemur í veg fyrir upprisu þessara orku sem streymir upp súluna og baðar mig í boðefnum. Gefðu mér innsýn í mikilfengleik hversdagsins og sýndu í mér kraftinn svo að hann megi verða öðrum hvatning að vitundarlegri sjálfbærni. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun