„Lífið er mikilvægara en körfubolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 09:00 Styrmir Snær Þrastarson hlustar á Lárus Jónsson, þjálfara Þórs, í leikhléi gegn Haukum á föstudaginn. vísir/diego Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim. Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum