„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“ Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“
Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18
Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00