„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“ Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“
Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18
Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00