Alþjóðlegur dagur matvæla Erna Bjarnadóttir skrifar 18. október 2022 13:00 Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun