Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 08:36 Njáll Trausti Friðbertsson segist örugglega ætla að ræða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar innan utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti. Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti.
Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15