Vonn fór í þyrluskíðaferð á vegum Viking Heliskiing og Norðurflugs í sumar og segir við myndskeið, sem hún deildi á Instagram, að hún hefði farið á mörg fjöll en að um hafi verið að ræða einstaka upplifun.
Þá birti hún einnig myndaseríu frá ævintýrinu og sagði það hafa verið töfrandi að renna sér undir miðnætursólinni.
Vonn ræddi upplifunina nýverið í viðtalsþætti Kellyar Clarkson. Þá sagði hún að upplifunin hafi verið með þeim betri á ævi hennar. Leikkonan Chelsea Handler, sem var einnig með í þættinum, tók undir með Vonn og sagði þyrluskíði hina bestu skemmtun, þó hún hefði ekki prufað hana um miðja nótt á Íslandi. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: