Hefur verið veikur í mörg ár vegna myglu í Fossvogsskóla: „Hann hefur náð einum vetri í skóla“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2022 07:01 Móðir drengs í Fossvogsskóla segir son sinn hafa veikst aftur eftir að skólastarfi var hleypt aftur af stað þar í byrjun þessa skólaárs. Mygla í skólahúsnæði er að verða eitthvert stærsta vandamál sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir. Stöðugt berast fréttir af heilu árgöngunum eða jafnvel skólunum sem þarf að flytja daglega með rútum í önnur hverfi til að geta sótt skólastarf í bráðabirgðahúsnæði. Þessi vandi virðist hafa stigmagnast á allra síðustu mánuðum eins og var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Í dag glíma í kring um tuttugu leik- og grunnskólar á landinu við mygluvandamál eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur staðið í ströngu við að halda í þessa hröðu og óvæntu þróun. „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í kvöldfréttum. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi Eins og staðan er í dag eru fjórir grunnskólar í borgarlandinu að glíma við mygluvandræði og níu leikskólar. Fjölgunin hefur verið mikil á síðustu árum. Sífellt bætist í skóla sem eru myglaðir að hluta til. En hvers vegna er þessi vanda að blása út einmitt núna? Við leituðum svara hjá sérfræðingi verkfræðistofunnar EFLU sem hefur fengist við þessi mál í áraraðir. „Ég held að þetta séu margir samverkandi þættir sem stuðla að því að við erum að fá fram í fangið mikið magn núna. Það er í fyrsta lagi að byggingarnar eru komnar á þann tíma. Mjög mikið af byggingum; skólahúsnæði, opinberum byggingum eru byggðar 1950, ´60, ´70. Það er komið að miklu viðhaldi og ef maður hefur ekki verið í fullkomnu viðhaldi má maður búast við auknum raka, leka og skemmdum sem því fylgir. Og mygla er auðvitað bara afleiðing af því að hús leka og rakaskemmdir. Síðan er það líka vitundarvakning. Við vitum meira í dag að þetta skiptir máli fyrir loftgæðin og hvernig okkur líður í húsunum,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, innivistarsérfræðingur hjá EFLU. Búinn að vera veikur síðan í fyrsta bekk Segja má að mál Fossvogsskóla hafi rutt brautina. Mygla greindist í skólanum árið 2018 og má segja að börnin þar hafi verið á hálfgerðum vergangi síðan. Þar er enn mygla í einni álmu skólans sem nú er lokuð en rífa á þann hluta bráðlega. Mörg börnin, sem höfðu dvalið í húsnæðinu áður en myglan var greind urðu fárveik. Meðal annars sonur Guðrúnar Ástu, sem hefur enn ekki jafnað sig. „Hann er búinn að vera veikur bara frá því í fyrsta bekk,“ segir Guðrún Ásta. „Hann byrjaði að sýna fyrstu einkenni í fyrsta bekk og svo er þetta náttúrulega bara búið að versna síðan. Og svona frá öðrum bekk er hann bara búinn að vera mikið lasinn.“ Það tók þó langan tíma fyrir þau að átta sig hvað væri að stráknum. „Alltaf þegar við vorum að fara í skólann á morgnana þá var hann náttúrulega bara grátandi því hann vildi ekki fara í skólann. Og gat ekki sagt af hverju. Honum leið bara rosalega illa. Við erum búin að fara í gegn um alls konar ferli. Við erum búin að fara til blóðmeinasérfræðings, það er búið að fara til háls- nef- og eyrnalæknis, það er búið að fara til ofnæmislæknis, sálfræðinga, félagsfræðinga. Við erum bara búin að taka allan pakkann. Og sem betur fer finnst aldrei neitt en ef þú tekur þetta saman veit maður alveg hvað er að gerast. Og það var í rauninni ekki fyrr en hann er í þriðja bekk sem ég legg þetta allt saman og fatta hvað er að gerast,“ segir Guðrún Ásta. Sonur Guðrúnar Ástu veiktist mjög í myglu sem greindist í Fossvogsskóla.vísir/arnar Nokkrir foreldrar sem áttu börn í skólanum sem voru óvenju oft veik tóku sig þá til og eftir nokkra baráttu var farið í að leita að myglu innan veggja skólans. Hún fannst árið 2018 og hófst þá langt og erfitt ferli í Fossvoginum sem er enn ekki lokið. Krakkarnir voru fyrst fluttir í Þróttaraheimilið og í byggingu KSÍ í Laugardalnum áður en börnin voru flutt aftur í Fossvogsskóla þegar talið var að búið væri að hreinsa þaðan alla myglu. „Þar hættu einkennin líka hjá honum. Svo fer hann aftur inn í fjórða bekk og þá byrjum við aftur að kvarta. Og í rauninni þá hefur hann, alla skólagönguna sína, hann er í sjöunda bekk núna og hann hefur náð einum vetri í skóla. Annars er hann aldrei búinn að vera heilan vetur og hann er iðulega með svona 30 til 40 veikindadaga á skólaárinu.“ Getur enn ekki verið inni í Fossvogsskóla Þegar börnin voru mörg farin að finna aftur fyrir svipuðum einkennum var verkfræðistofan EFLA fengin í að taka húsnæðið út. Niðurstaða þeirrar skýrslu sem kom út í fyrra var afar svört; mygla fannst víða í skólanum og lagt til að farið yrði í ítarlegar úrbætur á húsnæðinu strax. Í kjölfarið fór skólastarf fram á þremur nýjum stöðum og höfðu nú margir fengið sig fullsadda. Endurbótum á húsnæðinu lauk svo í sumar og var skólastarf aftur flutt í Fossvoginn í byrjun þessa skólaárs. Strákurinn finnur þó enn fyrir einkennum þar inni. „Nei, hann getur ekki verið í skólanum. Það tók bara nokkra daga þá byrjuðu fyrstu einkenni að koma fram. Og ég vildi ekki alveg trúa því fyrst því við erum náttúrulega búin að vera í rosa baráttu. Og ég trúði því ekki fyrst að þetta væri að gerast aftur. Og svo byrja blóðnasir og þá bara tók ég hann úr skólanum. Hann er búinn að prufa einu sinni að fara inn því það var nýbúið að sótthreinsa og laga og gera allt en það tók hann tvo tíma þá var hann kominn með öll einkenni aftur. Þannig að hann er ekki í skólanum eins og er. Og ég bara vona að hann fái einhvers staðar inn í skóla þar sem hann getur verið,“ segir Guðrún Ásta. Hægt er að horfa á lengri og ítarlegri útgáfu af viðtalinu við hana sem birtist í Íslandi í dag í gærkvöldi í spilaranum hér að neðan: Mygla Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stöðugt berast fréttir af heilu árgöngunum eða jafnvel skólunum sem þarf að flytja daglega með rútum í önnur hverfi til að geta sótt skólastarf í bráðabirgðahúsnæði. Þessi vandi virðist hafa stigmagnast á allra síðustu mánuðum eins og var fjallað um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Í dag glíma í kring um tuttugu leik- og grunnskólar á landinu við mygluvandamál eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur staðið í ströngu við að halda í þessa hröðu og óvæntu þróun. „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar í kvöldfréttum. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi Eins og staðan er í dag eru fjórir grunnskólar í borgarlandinu að glíma við mygluvandræði og níu leikskólar. Fjölgunin hefur verið mikil á síðustu árum. Sífellt bætist í skóla sem eru myglaðir að hluta til. En hvers vegna er þessi vanda að blása út einmitt núna? Við leituðum svara hjá sérfræðingi verkfræðistofunnar EFLU sem hefur fengist við þessi mál í áraraðir. „Ég held að þetta séu margir samverkandi þættir sem stuðla að því að við erum að fá fram í fangið mikið magn núna. Það er í fyrsta lagi að byggingarnar eru komnar á þann tíma. Mjög mikið af byggingum; skólahúsnæði, opinberum byggingum eru byggðar 1950, ´60, ´70. Það er komið að miklu viðhaldi og ef maður hefur ekki verið í fullkomnu viðhaldi má maður búast við auknum raka, leka og skemmdum sem því fylgir. Og mygla er auðvitað bara afleiðing af því að hús leka og rakaskemmdir. Síðan er það líka vitundarvakning. Við vitum meira í dag að þetta skiptir máli fyrir loftgæðin og hvernig okkur líður í húsunum,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, innivistarsérfræðingur hjá EFLU. Búinn að vera veikur síðan í fyrsta bekk Segja má að mál Fossvogsskóla hafi rutt brautina. Mygla greindist í skólanum árið 2018 og má segja að börnin þar hafi verið á hálfgerðum vergangi síðan. Þar er enn mygla í einni álmu skólans sem nú er lokuð en rífa á þann hluta bráðlega. Mörg börnin, sem höfðu dvalið í húsnæðinu áður en myglan var greind urðu fárveik. Meðal annars sonur Guðrúnar Ástu, sem hefur enn ekki jafnað sig. „Hann er búinn að vera veikur bara frá því í fyrsta bekk,“ segir Guðrún Ásta. „Hann byrjaði að sýna fyrstu einkenni í fyrsta bekk og svo er þetta náttúrulega bara búið að versna síðan. Og svona frá öðrum bekk er hann bara búinn að vera mikið lasinn.“ Það tók þó langan tíma fyrir þau að átta sig hvað væri að stráknum. „Alltaf þegar við vorum að fara í skólann á morgnana þá var hann náttúrulega bara grátandi því hann vildi ekki fara í skólann. Og gat ekki sagt af hverju. Honum leið bara rosalega illa. Við erum búin að fara í gegn um alls konar ferli. Við erum búin að fara til blóðmeinasérfræðings, það er búið að fara til háls- nef- og eyrnalæknis, það er búið að fara til ofnæmislæknis, sálfræðinga, félagsfræðinga. Við erum bara búin að taka allan pakkann. Og sem betur fer finnst aldrei neitt en ef þú tekur þetta saman veit maður alveg hvað er að gerast. Og það var í rauninni ekki fyrr en hann er í þriðja bekk sem ég legg þetta allt saman og fatta hvað er að gerast,“ segir Guðrún Ásta. Sonur Guðrúnar Ástu veiktist mjög í myglu sem greindist í Fossvogsskóla.vísir/arnar Nokkrir foreldrar sem áttu börn í skólanum sem voru óvenju oft veik tóku sig þá til og eftir nokkra baráttu var farið í að leita að myglu innan veggja skólans. Hún fannst árið 2018 og hófst þá langt og erfitt ferli í Fossvoginum sem er enn ekki lokið. Krakkarnir voru fyrst fluttir í Þróttaraheimilið og í byggingu KSÍ í Laugardalnum áður en börnin voru flutt aftur í Fossvogsskóla þegar talið var að búið væri að hreinsa þaðan alla myglu. „Þar hættu einkennin líka hjá honum. Svo fer hann aftur inn í fjórða bekk og þá byrjum við aftur að kvarta. Og í rauninni þá hefur hann, alla skólagönguna sína, hann er í sjöunda bekk núna og hann hefur náð einum vetri í skóla. Annars er hann aldrei búinn að vera heilan vetur og hann er iðulega með svona 30 til 40 veikindadaga á skólaárinu.“ Getur enn ekki verið inni í Fossvogsskóla Þegar börnin voru mörg farin að finna aftur fyrir svipuðum einkennum var verkfræðistofan EFLA fengin í að taka húsnæðið út. Niðurstaða þeirrar skýrslu sem kom út í fyrra var afar svört; mygla fannst víða í skólanum og lagt til að farið yrði í ítarlegar úrbætur á húsnæðinu strax. Í kjölfarið fór skólastarf fram á þremur nýjum stöðum og höfðu nú margir fengið sig fullsadda. Endurbótum á húsnæðinu lauk svo í sumar og var skólastarf aftur flutt í Fossvoginn í byrjun þessa skólaárs. Strákurinn finnur þó enn fyrir einkennum þar inni. „Nei, hann getur ekki verið í skólanum. Það tók bara nokkra daga þá byrjuðu fyrstu einkenni að koma fram. Og ég vildi ekki alveg trúa því fyrst því við erum náttúrulega búin að vera í rosa baráttu. Og ég trúði því ekki fyrst að þetta væri að gerast aftur. Og svo byrja blóðnasir og þá bara tók ég hann úr skólanum. Hann er búinn að prufa einu sinni að fara inn því það var nýbúið að sótthreinsa og laga og gera allt en það tók hann tvo tíma þá var hann kominn með öll einkenni aftur. Þannig að hann er ekki í skólanum eins og er. Og ég bara vona að hann fái einhvers staðar inn í skóla þar sem hann getur verið,“ segir Guðrún Ásta. Hægt er að horfa á lengri og ítarlegri útgáfu af viðtalinu við hana sem birtist í Íslandi í dag í gærkvöldi í spilaranum hér að neðan:
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira