„Ég á mér draum“ Eyjólfur Pálsson skrifar 18. október 2022 08:01 Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun