Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 14:27 Dagur N. Eggertsson borgarstjóri veitir Natöshu S. verðlaunin í Höfða. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi. Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. „Það er ánægjulegt að ljóðskáld af erlendum uppruna sé að hljóta verðlaunin í fyrsta sinn. Í ljóðum sínum segir Natasha S. á áhrifamikinn hátt frásögn manneskju sem fylgist úr fjarlægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn nágrannaríkinu Úkraínu,“ segir Dagur um verkið. „Átakanleg frásögn sem um leið dregur fram sláandi andstæður,“ bætir hann við. Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt. Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein. Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári. Máltaka á stríðstímum er fyrsta ljóðabók Natöshu S. Djúppersónulegt verk Í umsögn dómnefndar, sem var skipuð þeim Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, Hauki Ingvarssyni og Eyþóri Árnasyni segir að Máltaka á stríðstímum sé áhrifamikið verk, brýnt og einstakt í sinni röð. „Það er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð - Rússar - hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Þrátt fyrir átakanleg efnistök einkennist framsetning af lipurð og djúphygli,“ segir enn fremur í umsögn. Mannskilningur Natöshu er sagður þvert yfir þjóðerni, búsetu, reynslu og bakgrunn. Þá sé verkið djúppersónulegt þrátt fyrir að inntak þess séu umfangsmiklar hörmungar á alþjóðavísu enda er ástarsögu, minningum og endurliti fléttað saman við af listfengi.
Reykjavík Ljóðlist Tengdar fréttir Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52 Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00
Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað. 13. október 2020 14:52
Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. 22. október 2019 18:36
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“