„Ég segi það bara hreint út, þetta er stórt vandamál“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 15:31 Á annan tug leik- og grunnskóla á landinu glíma nú við mygluvandamál, sem sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segir eitt það stærsta sem borgin glími við. Hún rekur vandann aftur til niðurskurðar í viðhaldsmálum eftir hrun. Að minnsta kosti sjö grunnskólar og tólf leikskólar á landinu glíma nú við mygluvandræði eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur þurft að kljást við hvert tilfellið á fætur öðru upp á síðkastið. Eitt og eitt tilfelli hefur reglulega komið upp en nú virðist alger sprenging í greiningu á myglu í skólahúsnæði. „Ég segi það bara hreint út. Þetta er stórt vandamál, mjög. Og kannski eitthvað sem var ekki alveg hægt að sjá fyrir fyrir nokkrum árum síðan. En já þetta er eitt af okkar stóru, stóru verkefnum í dag,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir myglu í skólahúsnæði jafnvel stærsta vandamál borgarinnar þessa dagana. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta.“ En hvers vegna hefur orðið svo gríðarleg aukning í þessum greiningum á síðustu árum? Við leituðum svara hjá sérfræðingi EFLU verkfræðistofu. „Fólk er kannski meira að tilkynna og átta sig á því ef það finnur einhver einkenni í húsum þá er það að tilkynna og það er jafnvel meira tekið til greina núna heldur en áður,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá EFLU. Það er kannski dálítið nýtt að við séum að pæla í þessu? „Já, ólíkt nágrannalöndum okkar þá höfum við ekki verið að hugsa um þetta síðustu 20 ár. Bara síðustu svona fimm ár sem við erum alvarlega farin að hugsa um það að loftgæði og innivist skipta okkur máli.“ En er þetta séríslenskt vandamál eða hvernig er staðan úti? „Við getum alveg sagt að við erum alveg tíu, tuttugu árum á eftir nágrannalöndum okkar að bregðast við. Þannig að nágrannalönd okkar hafa farið ansi skarpt í að fyrirbyggja og finna áhættusvæðin. Þannig að ástandið núna er mögulega eitthvað verra en hjá nágrannalöndum okkar en það er þá líka vegna þess að þau hafa þá tekið dálítið fast á því,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg hefur lengi séð um myglumál fyrir EFLU verkfræðistofu.vísir/arnar Of mikill sparnaður eftir hrun Ólöf segir að mörgu leyti hægt að rekja vandann nú til niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Ég held að það séu ekkert verr byggð húsin okkar, nema síður sé, en þau eru sannarlega mörg hver komin á tíma. Og það er bara eins og með malbikið. Við erum búin að ná upp þeim sparnaði, sem var í raun og veru að spara sér til tjóns, þegar ekki var gert við götur eftir hrun og í svolítið langan tíma. Og það var komin uppsöfnuð viðhaldsþörf, já, í fasteignum okkar. Víðast hvar en alls ekki alls staðar.“ Var þá of lítið fjármagn inni í viðhaldsmálum á sínum tíma? „Fyrst eftir hrun, já,“ segir Ólöf. Borgin ætlar að setja 30 til 35 milljarða í viðhaldsmál á næstu fimm til sjö árum. Sylgja hjá EFLU segir lykilatriði að auka eftirlit með byggingaraðilum. Búið sé að laga reglugerðir sem eigi að tryggja vel byggð hús. „Við getum gert miklu betur. Það er af nógu að taka. Við þurfum að fylgja reglugerðinni, við þurfum að hafa rannsóknarstofnun eða einhvern aðila, óháðan aðila sem að prófar efni og aðferðir áður en við förum með þau og setjum þau út á markað. Í rauninni er byggingamarkaðurinn í dag tilraunastofa þar sem við erum að prófa hvort að eitthvað gangi upp. Og síðast en ekki síst að viðhalda húsunum okkar betur. Og fyrirbyggjandi aðgerðir eru eitthvað sem við ættum öll að temja okkur. Að grípa inn í áður en að skaðinn verður.“ Mygla í Fossvogsskóla Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Að minnsta kosti sjö grunnskólar og tólf leikskólar á landinu glíma nú við mygluvandræði eða eftirköst þeirra. Reykjavíkurborg hefur þurft að kljást við hvert tilfellið á fætur öðru upp á síðkastið. Eitt og eitt tilfelli hefur reglulega komið upp en nú virðist alger sprenging í greiningu á myglu í skólahúsnæði. „Ég segi það bara hreint út. Þetta er stórt vandamál, mjög. Og kannski eitthvað sem var ekki alveg hægt að sjá fyrir fyrir nokkrum árum síðan. En já þetta er eitt af okkar stóru, stóru verkefnum í dag,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir myglu í skólahúsnæði jafnvel stærsta vandamál borgarinnar þessa dagana. Ólöf Örvarsdóttir er sviðsstjóri, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.vísir/dúi „Já, þetta er allavega svona með því stærra sem við erum að glíma við núna. Af því að það er svo mikil praktík í þessu; það þarf að selflytja börn, þetta hefur áhrif á fjölskyldur, kennara, starfsfólk. Þetta hefur svo mikil áhrif á daglegt líf fólks. Þetta er kannski annað en að gera risastóra skipulagsáætlun sem á að framkvæma á einhverjum X árum og við höfum ákveðinn tíma. Þetta er svo þröngur tímarammi, þannig að það er kannski það kapphlaup sem er erfitt og auðvelt að misstíga sig í því þó að við séum að reyna að gera okkar besta.“ En hvers vegna hefur orðið svo gríðarleg aukning í þessum greiningum á síðustu árum? Við leituðum svara hjá sérfræðingi EFLU verkfræðistofu. „Fólk er kannski meira að tilkynna og átta sig á því ef það finnur einhver einkenni í húsum þá er það að tilkynna og það er jafnvel meira tekið til greina núna heldur en áður,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá EFLU. Það er kannski dálítið nýtt að við séum að pæla í þessu? „Já, ólíkt nágrannalöndum okkar þá höfum við ekki verið að hugsa um þetta síðustu 20 ár. Bara síðustu svona fimm ár sem við erum alvarlega farin að hugsa um það að loftgæði og innivist skipta okkur máli.“ En er þetta séríslenskt vandamál eða hvernig er staðan úti? „Við getum alveg sagt að við erum alveg tíu, tuttugu árum á eftir nágrannalöndum okkar að bregðast við. Þannig að nágrannalönd okkar hafa farið ansi skarpt í að fyrirbyggja og finna áhættusvæðin. Þannig að ástandið núna er mögulega eitthvað verra en hjá nágrannalöndum okkar en það er þá líka vegna þess að þau hafa þá tekið dálítið fast á því,“ segir Sylgja. Sylgja Dögg hefur lengi séð um myglumál fyrir EFLU verkfræðistofu.vísir/arnar Of mikill sparnaður eftir hrun Ólöf segir að mörgu leyti hægt að rekja vandann nú til niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Ég held að það séu ekkert verr byggð húsin okkar, nema síður sé, en þau eru sannarlega mörg hver komin á tíma. Og það er bara eins og með malbikið. Við erum búin að ná upp þeim sparnaði, sem var í raun og veru að spara sér til tjóns, þegar ekki var gert við götur eftir hrun og í svolítið langan tíma. Og það var komin uppsöfnuð viðhaldsþörf, já, í fasteignum okkar. Víðast hvar en alls ekki alls staðar.“ Var þá of lítið fjármagn inni í viðhaldsmálum á sínum tíma? „Fyrst eftir hrun, já,“ segir Ólöf. Borgin ætlar að setja 30 til 35 milljarða í viðhaldsmál á næstu fimm til sjö árum. Sylgja hjá EFLU segir lykilatriði að auka eftirlit með byggingaraðilum. Búið sé að laga reglugerðir sem eigi að tryggja vel byggð hús. „Við getum gert miklu betur. Það er af nógu að taka. Við þurfum að fylgja reglugerðinni, við þurfum að hafa rannsóknarstofnun eða einhvern aðila, óháðan aðila sem að prófar efni og aðferðir áður en við förum með þau og setjum þau út á markað. Í rauninni er byggingamarkaðurinn í dag tilraunastofa þar sem við erum að prófa hvort að eitthvað gangi upp. Og síðast en ekki síst að viðhalda húsunum okkar betur. Og fyrirbyggjandi aðgerðir eru eitthvað sem við ættum öll að temja okkur. Að grípa inn í áður en að skaðinn verður.“
Mygla í Fossvogsskóla Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent