„Hvers vegna í ósköpunum erum við að leggja áherslu á að börnin okkar lesi hratt?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 10:41 Færsla Ilmar Kristjánsdóttur var kveikjan að miklum umræðum um lestrarkennslu barna. aðsend Færsla Ilmar Kristjánsdóttur, leikkonu, um lestrarkennslu barns síns hefur vakið mikla athygli. Þar gagnrýnir hún áherslu skólamálayfirvalda á leshraða í stað fallegs lesturs og lesskilnings. Kennarar hafa kallað eftir lesskilningsprófi sem menntamálastofnun hefur enn ekki útbúið. Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar". Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í færslu sinni segist Ilmur eiga strák í 3. bekk sem hafi áhuga á lestri. Hún leggi áherslu á það að hann lesi fallega og þannig að hann skilji það sem hann les. Einkunnir lækka og áhugi dvínar „En það virðist ekki vera lögð áhersla á það í skólanum, bara að hann lesi hratt. Um daginn kom hann heim úr skólanum og rétti mér blað, ég sá á líkamstjáningunni að hann skammaðist sín. Á blaðinu var helvítis hraðalínuritið -sem hafði farið niður á við, honum hafði farið aftur,“ segir Ilmur í færslu sinni á Facebook. Hún hafi snöggreiðst og rifið blaðið í tvennt þar sem hún hafi nýlega verið að hrósa honum fyrir að lesa með tilfinningu: „ég sé að hann kemur sjálfum sér á óvart þegar hann les og ég sé að hann eflist við það. Enda getur það verið mjög valdeflandi að heyra rödd sína hljóma.“ Ilmur hefur sömu sögu að segja af dóttur sinni. Eftir að áherslan í skólanum færðist yfir á leshraða fóru einkunnir að dala og áhugi að minnka. Þegar kennarinn var inntur eftir svörum um hvers vegna áherslan væri þessi var fátt um svör. „Enda virðist enginn skilja tilganginn með þessu. Ekki kveikir þetta áhuga á lestri, ekki eykur þetta skilning og ekki er þetta valdeflandi, svo mikið er víst,“ segir í færslu Ilmar. Hún furðar sig því á hvaðan fyrirmælin komi. Ekki hafi hún fundið nein vísindi Skólakerfi á villigötum Það voru einmitt vísindin sem voru til umræðu í umfjöllun fréttastofu um sama málefni í ágúst. Þar taldi Svava Þórhildur Hjaltalín, grunnskólakennari og lestrarfræðingur, að sú gagnrýni sem fram hefur komið á lestrarkennslu sé réttmæt. Hún telur að miðað við vísindin sé kennslan á villigötum en kennarar hafa lengi kallað eftir lesskilningsprófum. Menntamálastofnun hefur aðeins gefið út lesfimipróf. Að sögn Svövu ættu lesskilningsprófin að vera löngu tilbúin en séu það ekki. Eiríkur Rögnvaldsson hóf umræðu á Málspjallshópi um sama málefni eftir að honum hafði borist bréf frá móður tveggja tvítyngdra barna sem hafi ítrekað hafa lent á veggjum í skólakerfinu við það eitt að gagnrýna lestrarkennslu barna sinna. Lesa má það bréf í heild sinni í umræddri grein hér. Ilmur Kristjánsdóttir furðar sig á aðferðunum í lok færslu sinnar og bendir á þá staðreynd að ríflega þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. „Ég veit að ég get haft áhrif á mín börn og lagt sjálf áherslu á það að þau lesi fallega en ég hef nú ekki meiri áhrif en svo að áðan þegar við sonur minn vorum að fylla út blað fyrir foreldraviðtal og hann er þar spurður hvað hann vilji gera betur í skólanum, þá svarar hann "ég vil lesa hraðar".
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira