Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. október 2022 14:45 Skógareldar í Sierra Bermeja við Costa del Sol í Andalúsíu í september sl. Bianca de Vilar/Getty Images Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn. Spánn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn.
Spánn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira