Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Árni Sæberg skrifar 14. október 2022 19:44 Konan féll af hesti sem hún hafði fengið að láni. Þessir hestar tengjast málinu ekki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira