Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:09 Skúrinn var byggður á höfninni. Vísir/Vilhelm Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40