Tryggjum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Steinunn Bergmann skrifar 14. október 2022 14:30 Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun