Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 08:14 Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, á fréttamannafundinum í morgun. AP Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36