Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. október 2022 20:01 Heiða Björg er formaður velferðarráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð. Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð.
Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira