Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. október 2022 20:01 Heiða Björg er formaður velferðarráðs borgarinnar. Vísir/Vilhelm Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð. Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli aðsókn í Konukot. Neyðarskýlið er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að unnið sé að þarfagreiningu á starfseminni og að koma muni í ljós á næstunni hvort þörf sé á stærra húsnæði. „Og höfum verið að skoða að koma upp fleiri millihúsalausnum, þannig að þú fáir úthlutað í herbergi með meiri stuðningi og svo í sérstaka íbúð,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Með lungnabólgu í frostinu Heimilislausir karlmenn sögðust í fréttum okkar í gær ósáttir við að vera reknir úr neyðarskýli á daginn í öllum veðrum og allskonar ástandi. Davíð er einn þeirra. Hann greindist með lungnabólgu í síðustu viku og hefur verið á vappinu um borgina í kuldanum í dag. „Við öfum bara Samhjálp til að fara í á daginn milli tíu og tvö og svo eftir það erum við bara bókstaflega á götunni í öllu veðri,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn stofnenda hagsmunasamtaka um réttindi vímuefnanotenda. Davíð Þór Jónsson vill að heimilislausir verði virkjaðir.bjarni einarsson Heiða Björg segir að það standi ekki til að hafa neyðarskýli opin á daginn. „Hugmyndafræðin um neyðarskýli er að þangað getur þú komið og gist ef þú hefur engan stað til þess að gista. Það er ekki búseta, þannig að þú býrð ekki þar. Þetta er í rauninni það sem á að standa til boða og við viljum í raun ekki að fólk ílengist þar. Áherslan hefur ekki verið að fjölga neyðarskýlum. Áherslan hefur verið að fjölga búsetuúrræðum.“ Hún segir borgina hafa úthlutað 130 íbúðum til heimilislausra síðan í upphafi þar síðasta árs. „Þar getur þú komið þér fyrir í búsetu og eignast heimili en það getur þú ekki gert í neyðarskýli.“ Segir vel hægt að virkja heimilislausa 61 er á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Þriðjungur þeirra sem gista í neyðarskýlum borgarinnar eru með lögheimili í öðru sveitarfélagi og geta því ekki sótt um húsnæði hjá borginni. Samhjálp hefur opið fyrir heimilislausa frá klukkan tíu til tvö á daginn auk þess sem hjálparstofnun Kirkjunnar þjónustar heimilislausar konur á daginn. „Það eru alltaf staðir fyrir alla en neyðarskýlin verða ekki opnuð. Bókasöfn borgarinnar standa öllum opin alltaf. Þar er hægt að fá kaffi, setjast og hafa það gott,“ segir Heiða. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki hérna. Þannig það væri hægt að virkja þennan hóp ef það væri eitthvað úrræði svipað og konurnar eru með í Skjólinu. Það er eitthvað svoleiðis sem ég myndi vilja sjá fyrir mér,“ segir Davíð.
Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira