Á að bíta barn sem bítur? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. október 2022 17:30 Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Lögreglan Alþingi Skotvopn Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun