Íhuga að höfða mál gegn Sjúkratryggingum Íslands vegna endómetríósu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2022 22:00 Lilja Guðmundsdóttir er formaður Samtaka um endómetríósu. steingrímur dúi másson Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera. Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“ Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Á einu ári hafa 124 konur greitt háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerðir vegna endómetríósu. Það gera þær vegna langra biðlista hjá Landspítalanum. Nöfn fjörutíu þessara kvenna voru birt í skoðanagrein á Vísi ásamt fjárhæðum sem hver og ein hefur þurft að leggja út. Samtals hafa konurnar greitt 107 milljónir úr eigin vasa en kostnaður hverrar og einnar er misjafn. „Það er yfirleitt svona 700 þúsund og upp í 1,2 milljónir, sem er þá aðgerð með legnámi, en svo eru aðrir kostnaðarliðir þannig að hæsta upphæðin sem við höfum séð er rúm ein og hálf milljón,“ segir Lilja Guðmundsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Sjá einnig: Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða þjónustuna. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í vikunni og lögðu til ákveðnar leiðir til þess að koma til móts við hópinn. „Til að mynda, gera tímabundinn samning við Jón Ívar Einarsson, skurðlækni á Klíníkinni, þangað til að nýtt kerfi tæki við.“ Lilja segist vongóð um að vilji sé til þess að koma til móts við sjúklingahópinn. „Við munum halda áfram að vera í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið. Ef ekkert gerist og ekkert breytist á næstunni þá íhuga samtökin að fara í dómsmál gegn sjúkratryggingum Íslands.“ Steinunn Birta Ólafsdóttir er ein þeirra sem ekki gat beðið eftir þjónustu á Landspítalanum vegna verkja. Hún fór í aðgerð fyrir rúmum tveimur vikum og greiddi 700 þúsund fyrir. Aðgerðin er ekki sú fyrsta sem Steinunn fer í vegna sjúkdómsins en var nauðsynleg til þess að halda einkennum niðri. Þú ert aðeins tvítug og ert nú þegar búin að fara í tvær aðgerðir. Áttu von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir út af þessum sjúkdómi? „Já aðgerðirnar eru ekki lækning þannig ég á von á því að þurfa að fara í fleiri aðgerðir,“ sagði Steinunn Birta. Lilja segir að um stórt femínískt hagsmunamál sé að ræða. „Maður getur ekki annað en spurt sig hvort að einhver ástæða þarna að baki geti mögulega verið sú að það eru fyrst og fremst konur sem glíma við þennan sjúkdóm. Yrðu karlmenn látnir borga svona háar upphæðir fyrir nauðsynlega læknisþjónsutu?“
Kvenheilsa Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Stór hópur kvenna með endómetríósu detti reglulega út af vinnumarkaði Stór hópur kvenna með endómetríósu dettur reglulega út af vinnumarkaði þar sem löng bið er eftir þjónustu. Forsvarsmenn samtaka um endómetriósu krefjast úrbóta. 22. mars 2022 22:00