Þurfa að sofa í sófa og stólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2022 19:00 Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar segir húsnæði Konukots orðið of lítið. Vísir/Arnar Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Talskonan segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar
Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00
Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30
Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00