Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 12:45 Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir Ólöfu Helgu, sem hefur boðið sig fram til forseta ASÍ, veruleikafirrta og valdsjúka. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð. ASÍ Kjaramál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð.
ASÍ Kjaramál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira