Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 12:45 Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir Ólöfu Helgu, sem hefur boðið sig fram til forseta ASÍ, veruleikafirrta og valdsjúka. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð. ASÍ Kjaramál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð.
ASÍ Kjaramál Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira