Eldri júdóiðkendur forðist hættulegar hengingaræfingar Hermann Valsson skrifar 12. október 2022 11:32 Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júdó Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við mig í byrjun febrúar sl. fékk ég heilablóðfall og slagæð í hálsi skaðaðist verulega eftir endurteknar hengingaræfingar á tækniæfingu með júdódeild Ármanns, sem ég hafði æft með í rúm tuttugu ár. Liðnar voru fimmtán mínútur frá því að æfingin hófst, þegar ég leið út af í algert óminni eftir endurteknar hengingar. Frá þeirri stundu man ég ekkert eftir mér fyrr en í sjúkrabíl á leið til Landspítalans í Fossvogi rúmri klukkustund síðar, enda var ekki kallað eftir aðstoð fyrr en að lokinni æfingu, um 48 mínútum eftir að ég leið út af. Á spítala lá ég í rúma viku á meðan ég jafnaði mig eftir heilablæðinguna sem tækniæfingarnar framkölluðu. Ég var 64 ára þegar þetta var og fékk tvær heilablæðingar í viðbót eftir að ég útskrifaðist. Af þeim sökum undirgekkst ég skurðaðgerð á hálsi þar sem skipt var um hluta slagæðarinnar sem skemmdist í átökunum á júdóæfingunni. Hafi lært fyrstu hjálp Þrátt fyrir þessi hrakföll og hversu óheppilega staðið var að verki af stjórnendum æfingarinnar, að kalla ekki strax eftir sjúkrabíl, er ég þó sem betur fer óðum að ná mér til fyrri heilsu, utan 60% og varanlegrar sjónskerðingar á vinstra auga sem er afleiðing skaðans sem ég varð fyrir á æfingunni og læknir hefur staðfest með vottorði. Eftir standa þó ýmis álitamál sem ég hef velt mikið fyrir mér eftir sjúkrahúsvistina. Ég er t.d. ekki í vafa um að gera eigi þá kröfu til íþróttaþjálfara félaga sem heyra undir ÍSÍ að þeir hafi lokið námskeiðum í skyndihjálp á borð við þau sem Rauði krossinn býður áður en þeir axla ábyrgð á stjórn æfinga, í raun í hvaða íþróttagrein sem er. Mögulega hefði það mildað þá alvarlegu atburðarás sem ég upplifði, þar sem ekki var kallað eftir aðstoð fyrr en eftir æfingu þótt meðvitund mín væri mjög takmörkuð. Engin viðbrögð frá ÍSÍ Ég hefði einnig haldið að ÍSÍ myndi bregðast við þessu alvarlega atviki með almennri yfirlýsingu þar sem sambandið brýndi fyrir aðildarfélögum sínum og þjálfurum að fylgjast ávallt vel með ástandi iðkenda í erfiðum tækniæfingum og kölluðu strax á aðstoð þegar vafi léki á um ástand iðkenda. Þess í stað hefur ekki heyrst eitt einasta múkk frá ÍSÍ þótt sambandið styðjist við eigin „Hegðunarviðmið ÍSÍ fyrir þjálfara“ þar sem 5. grein kveður á um að þjálfarar gæti að öryggi í umhverfi og að aðbúnaður hæfi aldri og þroska iðkenda. Þar segir einnig að þjálfarar skuli setja heilsu og heilbrigði iðkenda á oddinn og varist að setja þá í aðstöðu sem geti ógnað heilbrigði þeirra, svo nokkuð sé nefnt. Að mínu mati var fullt tilefni fyrir ÍSÍ að hnykkja á reglunum af þessu tilefni. Að auki er álitamál hvort 220. og 221. gr hegningarlaga, sem kveða á um hjálparskyldu, hafi verið brotnar. Eldri iðkendur passi sig Það er mjög mikilvægt að stjórnendur júdóæfinga geri þær ráðstafanir fyrir upphaf æfinga að eldri iðkendur, segjum t.d. 35 ára eða eldri, fari varlega í tækniæfingar á borð við hengingar og brýni það jafnframt sérstaklega fyrir iðkendunum sem framkvæma þær æfingar að fara varlega þegar æfingin er gerð á iðkendum í eldri kantinum. Eftir að umrætt atvik varð í æfingarsal Ármanns í janúar 2021 hefur Alþjóða júdósambandið bannað hengingar á öllum keppendum 60 ára. Það hefur breska júdósambandið einnig gert auk þess sem sænska júdósambandið er með sams konar breytingu í skoðun. Mér vitanlega er ekkert slíkt á teikniborðinu hjá Ármanni sem aldrei hefur beðist afsökunar á mistökunum sem urðu á æfingunni frægu, né sagt að einhverjar breytingar séu í vændum sem mögulega geti fyrirbyggt að sambærilegt atvik komi upp aftur á vegum félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Janet Mattson, sem situr í stjórn sænska júdósambandsins, liggur fyrir að um eitt hundrað júdóiðkendur í Japan hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum og skaða á líkama í kjölfar hengingaræfinga sl. 20 ár þar sem ástæðan er rakin til endurtekinna henginga og/eða aldurs. Ég er í engum vafa um að japanski yfirþjálfarinn hjá júdódeild Ármanns bjó yfir þess háttar upplýsingum á umræddri æfingu án þess að hann gerði neinar forvarnarráðstafanir í upphafi æfingarinnar til að brýna fyrir okkur að fara varlega, enda var öryggis- og viðbragðsáætlun sú sem virkja átti af þessu tilefni ekki virkjuð vegna handvammar þjálfara Ármanns. Á meðan svona er háttað í öryggismálum Ármanns vil ég hvetja alla júdóiðkendur sem komnir eru af léttasta skeiði að passa sig vel þegar kemur að þessum tilteknu æfingum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að forðast þær aðstæður sem ég upplifði á sínum tíma. Ég var heppinn að lifa þetta af. Höfundur er fyrrverandi júdóiðkandi og félagsmaður í Glímufélaginu Ármanni til áratuga.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun