„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 21:49 Ragnar Þór hefur degið framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Það varð upplausn á þingi ASÍ í dag þegar Ragnar Þór, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð þeirra til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Ragnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir að hann gekk út af þinginu í dag, en hann var sem kunnugt er í framboði til forseta ASÍ. Segist hafa farið vongóður inn á þingið Hann skrifaði hins vegar langa Facebook-færslu í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðunina um að draga framboðið til baka. Þar segir Ragnar að hann hafi farið vongóður og bjartsýnn inn á þingið eftir undirbúningsvinnu á óformlegum vettvangi ASÍ sem innihélt landssambönd verslunarfólks, Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna. Góður andi hafi myndast og von um að sameinað gætu fulltrúar ASÍ náð góðum í komandi kjaraviðræðum, sem búist er við að muni reynast erfiðar. Í aðdraganda þingsins hafi hann hins vegar farið að fá sendar til sín hótanir og upplifað persónuárásir. „Síðustu daga og vikur fyrir þingið höfðu litast af ótrúlega ósmekklegri orðræðu og árásum á mína persónu. Ég var ítrekað kallaður valdasjúkur ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ kæmist ég til valda,“ skrifar Ragnar. Þá greinir hann frá því að í morgun hafi hann fengið skjáskot af Facebook-færslu frá „formanni stéttarfélags innan ASÍ,“ eins og Ragnar orðar það. Vilhjálmur Birgisson, einn af þeim verkalýðsleiðtogum sem gekk út af þingi ASÍ í dag greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að umræddur formaður sé Halldóra Sigríður Sveinsdóttur, formaður Bárunnar stéttarfélags. „Í færslunni er ég enn og aftur sakaður um ofbeldi og markmið mitt sé fyrst og fremst að segja upp öllu starfsfólki,“ skrifar Ragnar. Var við það að brotna niður Eftir lestur færslunnar hafi Ragnar rætt málin við eiginkonu sína. „Ég ræddi þetta við konuna mína yfir kaffibolla í morgun, eftir að við lásum nýjustu árásina í minn garð. Árás á mína æru og persónu. Árás á miðju þingi ASÍ sem ég vonaðist til að vera vettvangur sátta. Ákváðum við í sameiningu að þetta væri ekki þess virði. Því miður,“ skrifar Ragnar. Þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. „Ég skal viðurkenna það að ég átti mjög erfitt eftir að ég tók þessa ákvörðun og var við það að brotna niður. Ekki vegna þess að ég fengi ekki meiri völd, heldur að sjá á eftir tækifærinu sem við höfðum til að verða ósigrandi. Ég trúði þessu svo innilega að þetta væri hægt og hvað við ætluðum að ná miklu fram fyrir fólkið okkar,“ skrifar Ragnar. Finnur fyrir létti Segist hann þó finna fyrir létti yfir því að vera laus úr sambandinu. Hann hafi tekið ákvörðun um vinna frekar með félögum sínan innan VR. Segist Ragnar vera viss um að VR takist vel upp í komandi kjaraviðræðum. Þá óskar hann þeim sem eftir sitja í ASÍ velgengni í störfum sínum. „Ég ber engan kala til þess fólks sem var með yfirlýst markmið um að fella okkur á þinginu. Við þau vil ég segja. Nú erum við farin, ekki lengur fyrir. Nú fáið þið tækifæri til að leiða kjarasamninga ykkar félaga og vettvang ASÍ til að styðja við þá vegferð.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Það varð upplausn á þingi ASÍ í dag þegar Ragnar Þór, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð þeirra til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Ragnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir að hann gekk út af þinginu í dag, en hann var sem kunnugt er í framboði til forseta ASÍ. Segist hafa farið vongóður inn á þingið Hann skrifaði hins vegar langa Facebook-færslu í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðunina um að draga framboðið til baka. Þar segir Ragnar að hann hafi farið vongóður og bjartsýnn inn á þingið eftir undirbúningsvinnu á óformlegum vettvangi ASÍ sem innihélt landssambönd verslunarfólks, Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna. Góður andi hafi myndast og von um að sameinað gætu fulltrúar ASÍ náð góðum í komandi kjaraviðræðum, sem búist er við að muni reynast erfiðar. Í aðdraganda þingsins hafi hann hins vegar farið að fá sendar til sín hótanir og upplifað persónuárásir. „Síðustu daga og vikur fyrir þingið höfðu litast af ótrúlega ósmekklegri orðræðu og árásum á mína persónu. Ég var ítrekað kallaður valdasjúkur ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ kæmist ég til valda,“ skrifar Ragnar. Þá greinir hann frá því að í morgun hafi hann fengið skjáskot af Facebook-færslu frá „formanni stéttarfélags innan ASÍ,“ eins og Ragnar orðar það. Vilhjálmur Birgisson, einn af þeim verkalýðsleiðtogum sem gekk út af þingi ASÍ í dag greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að umræddur formaður sé Halldóra Sigríður Sveinsdóttur, formaður Bárunnar stéttarfélags. „Í færslunni er ég enn og aftur sakaður um ofbeldi og markmið mitt sé fyrst og fremst að segja upp öllu starfsfólki,“ skrifar Ragnar. Var við það að brotna niður Eftir lestur færslunnar hafi Ragnar rætt málin við eiginkonu sína. „Ég ræddi þetta við konuna mína yfir kaffibolla í morgun, eftir að við lásum nýjustu árásina í minn garð. Árás á mína æru og persónu. Árás á miðju þingi ASÍ sem ég vonaðist til að vera vettvangur sátta. Ákváðum við í sameiningu að þetta væri ekki þess virði. Því miður,“ skrifar Ragnar. Þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. „Ég skal viðurkenna það að ég átti mjög erfitt eftir að ég tók þessa ákvörðun og var við það að brotna niður. Ekki vegna þess að ég fengi ekki meiri völd, heldur að sjá á eftir tækifærinu sem við höfðum til að verða ósigrandi. Ég trúði þessu svo innilega að þetta væri hægt og hvað við ætluðum að ná miklu fram fyrir fólkið okkar,“ skrifar Ragnar. Finnur fyrir létti Segist hann þó finna fyrir létti yfir því að vera laus úr sambandinu. Hann hafi tekið ákvörðun um vinna frekar með félögum sínan innan VR. Segist Ragnar vera viss um að VR takist vel upp í komandi kjaraviðræðum. Þá óskar hann þeim sem eftir sitja í ASÍ velgengni í störfum sínum. „Ég ber engan kala til þess fólks sem var með yfirlýst markmið um að fella okkur á þinginu. Við þau vil ég segja. Nú erum við farin, ekki lengur fyrir. Nú fáið þið tækifæri til að leiða kjarasamninga ykkar félaga og vettvang ASÍ til að styðja við þá vegferð.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53
„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04