Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 15:00 Hamborgara frá McDonald's? Já takk! Vísir/Vilhelm „Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta. Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti