Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 14:29 Barker, Hoppus og DeLonge eru á leið í tónleikaferðalag. Getty Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Blink-182 er ein vinsælasta popp-pönk hljómsveit heims en meðlimir hennar eru Mark Hoppus, Tom DeLonge og Travis Barker. Hoppus spilar á bassa og syngur, DeLonge spilar á gítar og syngur og sér Barker um trommuslátt. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2019 og ber nafnið Nine. Á þeirri plötu má finna vinsæl lög á borð við Darkside og Happy Days. Lagið sem kemur út á föstudaginn heitir Edging en hvorki er komið nafn á plötuna né búið að gefa út hvenær hún kemur út. Tónleikaferðalagið hefst þann 11. mars á næsta ári í borginni Tijuana í Mexíkó. Þar næst þræða þeir Suður-Ameríku og Norður-Ameríku áður en förinni er heitið til Evrópu í september. Þeir munu spila í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 12. til 14. september. Engir tónleikar fara fram á Íslandi. Miðasala á tónleika í tónleikaferðalaginu hefst á mánudaginn í næstu viku. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45 Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Blink-182 er ein vinsælasta popp-pönk hljómsveit heims en meðlimir hennar eru Mark Hoppus, Tom DeLonge og Travis Barker. Hoppus spilar á bassa og syngur, DeLonge spilar á gítar og syngur og sér Barker um trommuslátt. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2019 og ber nafnið Nine. Á þeirri plötu má finna vinsæl lög á borð við Darkside og Happy Days. Lagið sem kemur út á föstudaginn heitir Edging en hvorki er komið nafn á plötuna né búið að gefa út hvenær hún kemur út. Tónleikaferðalagið hefst þann 11. mars á næsta ári í borginni Tijuana í Mexíkó. Þar næst þræða þeir Suður-Ameríku og Norður-Ameríku áður en förinni er heitið til Evrópu í september. Þeir munu spila í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 12. til 14. september. Engir tónleikar fara fram á Íslandi. Miðasala á tónleika í tónleikaferðalaginu hefst á mánudaginn í næstu viku.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45 Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér.“ 20. júní 2016 23:45
Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55